- Auglýsing -
- Auglýsing -

Spá fyrir Grill66-deild kvenna: Fer Afturelding rakleitt upp aftur?

Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Aftureldingar, og leikmenn í leik á Akureyri á síðasta tímabili. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Útlit er fyrir hörkuspennandi keppni á milli fimm liða í Grill66-deild kvenna á keppnistímabilinu sem er að hefjast. Alltént er það niðurstaða af spá vina og velunnara handbolta.is sem gerð var á dögunum. Niðurstaðan er birt hér fyrir neðan í tilefni þess að flautað verður til leiks í Grill66-deild kvenna í kvöld. Þrír leikir verða þá á dagskrá en fjórði og síðasti leikur 1. umferðar fer fram á sunnudaginn.


Níu lið eiga sæti í Grill66-deild kvenna og mun eitt þeirra sitja yfir í hverri umferð. Það kemur í hlut Aftureldingar að eiga ekki leik í fyrstu umferð en Aftureldingu er einmitt spáð sigri í spá vina og velunnara handbolta.is. Lið Mosfellinga féll úr Olísdeildinni í vor eftir eins árs veru og staldraði aðeins við eitt tímabil í Grill66-deildinni leiktíðina 2020/2021 eftir að hafa einnig fallið úr Olísdeild vorið 2020.


Skammt á eftir Aftureldingu koma FH og Grótta í spánni. ÍR og Víkingur verða ekki langt undan samkvæmt niðurstöðu spárinnar.

Efsta lið þegar upp verður staðið í vor tekur sæti í Olísdeild kvenna leiktíðina 2023/24. Liðin þrjú sem hafna í öðru, þriðja og fjórða sæti fara í umspil.


Niðurstaða spárinnar:
1. Afturelding.
2. FH.
3. Grótta.
4. ÍR.
5. Víkingur.
6. Fram U.
7. Valur U.
8. Fjölnir/Fylkir.
9. HK U.


Selfoss vann Grill66-deild kvenna í vor sem leið. ÍR lék við HK um sæti í Olísdeildinni en beið lægri hlut.


1. umferð Grill66-deildar kvenna
Föstudagur:
Safamýri: Víkingur – Fjölnir/Fylkir kl. 18.
Hertzhöllin: Grótta – Valur U, kl. 19.30.
Skógarsel: ÍR – HK U, kl. 20.
Sunnudagur:
Úlfarsárdalur: Fram U – FH, kl. 16.


Leikir annarrar umferðar fara fram föstudaginn 7., sunnudaginn 9. og mánudaginn 10. okótber.

Leikjadagskrá Grill66-deildanna.

handbolti.is nýtur ekki opin­bers rekstr­­ar­­stuðn­­ings.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -