- Auglýsing -
- Tvær umferðir eru eftir óleiknar í Olísdeild karla. Tvö lið geta orðið deildarmeistari, Haukar og Valur. Liðin mætast í næst síðustu umferð á miðvikudagskvöld i Origohöllinni.
- ÍBV og FH standa best að vígi af þeim liðum sem horfa til þriðja og fjórða sætis.
- Selfoss á möguleika á að ná fjórða sætinu fari allt í skrúfuna hjá ÍBV og FH á endasprettinum.
- Fjögur efstu liðin fá heimaleikjarétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.
- Stjarnan er örugg um sæti í átta liða úrslitum en getur ekki náð einu af fjórum efstu sætunum.
- KA og Afturelding eru alls ekki örugg að ná inn í átta liða úrslit.
- Grótta á möguleika á sæti í úrslitakeppninni og gæti meira að segja náð í sjöunda sætið gangi allt upp. Grótta á möguleika á 21 stigi. Jafntefli varð niðurstaðan í báðum viðureignum Aftureldingar og Gróttu á tímabilinu, 28:28 og 30:30.
- KA og Grótta mætast í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi í lokaumferðinni. KA vann fyrri leikinn í KA-heimilinu, 31:29.
- Möguleiki Framara á sæti í átta liða úrslitum er afar langsóttur og skýrist betur eftir næstu umferð. Fram getur náð Aftureldingu að því tilskyldu að Afturelding tapi báðum leikjum sínum og Fram vinni báða leiki sína. Einnig má Grótta helst ekki fá fleiri en eitt stig í síðustu leikjunum tveimur. Fram sækir Aftureldingu heim í lokaumferðinni. Jafntefli varð í fyrri viðureign liðanna, 27:27.
- HK og Víkingur eru því miður fallin í Grill66-deildina.
Næst síðasta umferð, miðvikudaginn 6. apríl kl. 19.30: HK - Víkingur. ÍBV - Grótta. FH - Afturelding. Fram - Stjarnan. KA - Selfoss. Valur - Haukar.
Síðasta umferð, sunnudaginn 10. apríl, kl. 18: Haukar - FH. Stjarnan - Víkingur. Grótta - KA. HK - ÍBV. Afturelding - Fram. Selfoss - Valur.
- Auglýsing -