- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Spenna í Búdapest – Toft fór á kostum

Veronica Krisztiansen og samherjar í Györ mæta danska meistaraliðinu Odense í Meistaradeildinni um helgina. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Sjöunda umferðin í Meistaradeild kvenna hófst í gær með fjórum leikjum, þremur í A-riðli og einum í B-riðli. FTC tók á móti CSM Búkaresti á heimavelli sínum þar sem að heimaliðið var með frumkvæðið lengst af en gestirnir náðu að bíta frá sér undir lokin. Voru lokasekúndur leiksins æsispennandi þar sem að Itana Grbic tryggði ungverska liðinu eins marks sigur, 31-30.


Leikur Podravka og Rostov fer seint í sögubækurnar fyrir skemmtanagildi en rússneska liðið náði þó að knýja fram sigur, 23-22, eftir erfiða byrjun liðsins í leiknum.


Lokaleikurinn í A-riðli var í Frakklandi þar sem að Brest tók á móti Buducnost. Góður leikur Söndru Toft markvarðar Brest reið baggamuninn. Brest vann, 25-21.


Í B-riðli hélt sigurganga Györ áfram. Liðið vann auðveldan 17 marka sigur, 37-20, á nýliðum Kastamonu.

Leikir gærdagsins


A-riðill:

FTC 31-30 CSM Búkaresti (20-16).

  • Itana Grbic leikstjórnandi FTC byrjaði leikinn vel og skoraði fjögur mörk en hún átti stóran þátt í að ungverska liðið var komið með 9-4 forystu eftir tíu mínútna leik.
  • Ungverska liðið skoraði 20 mörk í fyrri hálfleik og er það í fyrsta skipti sem liðinu tekst að skora svo mörg mörk í einum hálfleik frá því í nóvember 2015.
    CSM átti möguleika á að jafna leikinn, 27-27, þegar um 13 mínútur voru eftir en brást bogalistin í vítakasti.
  • Annan leikinn í röð tapaði CSM á lokasekúndunum. Að þessu sinni var það Itana Gribic leikmaður FTC sem var örlagavaldur. Hún skoraði sigurmark ungverska liðsins.
  • Þetta er versta byrjun rúmenska liðsins í Meistaradeildinni en það hefur aldrei áður tapað fjórum af fyrstu sjö leikjum sínum.

Podravka 22-23 Rostov-Don (13-13).

  • Podravka byrjaði leikinn mun betur en 8-2 kafli hjá Rostov sneri leiknum.
    Rostov lék enn á ný góða vörn en liðið fékk aðeins 22 mörk á sig að þessu sinni og er því enn það lið sem hefur fengið á sig fæst mörk í riðlakeppninni.
  • Gæðin í sóknarleik beggja liða voru takmörkuð í þessum leik. Podravka náði aðeins 42% sóknarnýtingu og Rostov var með 43%.
  • Bianca Bazaliu var markahæst í liði Podravka með sjö mörk.
  • Króatíska liðið hefur nú tapað sex leikjum í röð og eru nú í sjöunda sæti riðilsins fjórum stigum á eftir CSM sem er í því sjötta.

Brest 25-21 Buducnost (12-12).

  • Frönsku meistararnir hafa nú unnið tvo leiki í röð í fyrsta skipti á þessari leiktíð en þær eru þó enn í fjórða sæti riðilsins.
  • Alicia Toublanc hægri hornamaður Brest átti sinn besta leik í Meistaradeildinni til þessa. Hún skoraði 10 mörk.
  • Danski markvörðurinn Sandra Toft átti stórleik. Hún varði alls 17 skot.
  • Brest er enn ósigrað í síðustu 10 heimaleikjum í röð en m.a. hefur liðið unnið alla þrjá heimaleiki sína á þessari leiktíð.
  • Þetta var hins vegar áttundi tapleikur Buducnost í röð. Það er lengsta taphrina þess í sögu Meistaradeildarinnar.


B-riðill:
Györ 37-20 Kastamonu (19-9).

  • Tyrkneska liðið sá aldrei til sólar að þessu sinni þar sem að yfirburðir Györ voru miklir.
  • Györ var með forystu, 8-6, um miðjan fyrri hálfleik en þá tók við 6-0 kafli hjá liðinu og munurinn varð 10 mörk að loknum fyrri hálfleik.
  • Ambros Martin, þjálfari Györ, fékk tækifæri á að rúlla vel á sínu liði að þessu sinni. Allir 12 útileikmennirnir náðu að skora mark í fyrri hálfleik.
  • Gestirnir náðu aðeins að klóra í bakkann framan af síðari hálfleiks. Þegar átta mínútur voru eftir af leiknum náði Györ góðum 6-0 kafla og innsiglaði stórsigur.
  • Enn og aftur var það Jovanka Radicevic sem var markahæst í liði Kastamonu. Hún skoraði 11 mörk. Hjá Györ var Estelle Nze Minko atkvæðamest með sex mörk.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -