- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Spenna í D-riðli þótt Framarar séu úr leik

- Auglýsing -

Íslandsmeistarar Fram leika síðasta leik sinn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handknattleik karla í kvöld. Þeir sækja heim norsku meistarana í Elverum í Terningen Arena í Elverum. Flautað verður til leiks klukkan 17.45. Hinn leikur D-riðils verður á milli HC Kriens-Luzern og FC Porto og mætast liðin í Sviss.


Fram hefur tapað öllum viðureignum sínum í keppninni til þessa og er fyrir löngu úr allri von um að komast í 16-liða úrslit. Elverum, sem hefur Selfyssinginn Tryggva Þórisson innan sinna raða, á hinn bóginn von um sæti í 16-liða úrslitum eftir sigur á Porto fyrir vikið.

Elverum og HC Kriens-Luzern standa jöfn að vígi fyrir lokaumferðina með sex stig hvort lið. Porto er með átta stig.

Elverum stendur betur að vígi en HC Kriens-Luzern í innbyrðisleikjum eftir 38:34-sigur í Sviss fyrir viku. HC Kriens-Luzern vann á hinn bóginn leikinn í Noregi með þriggja marka mun. Svo kann hins vegar að fara að liðin þrjú, Porto, HC Kriens-Luzern og Elverum verði jöfn að stigum. Hvernig sem það allt fer er ljóst að aðeins tvö lið fara áfram úr hverjum riðli.


Eftir því sem næst verður komist verður mögulegt að fylgjast með beinni útsendingu frá leik Elverum og Fram á netsjónvarpsstöðinni Livey gegn gjaldi.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -