- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Spenna ríkir í D-riðli fyrir síðustu leikina

Karolina Kochaniak-Sala og félagar í pólska landsliðinu eiga góða möguleika á að komast áfram í milliriðil á EM. Spænska landsliðið er ekki í eins góðri stöðu eftir tvö töp. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Riðlakeppi Evrópumóts kvenna í handknattleik lýkur í kvöld með fjórum leikjum í C- og D-riðlum mótsins. Landslið Norður Makedóníu mætir rúmenska landsliðinu í Boris Trajkovski-íþróttahöllinni í Skopje í úrslitaleik klukkan 17 um hvort liðið fer áfram í milliriðla.


Rúmenska liðinu nægir jafntefli vegna þess að markatala þess er mun betri en heimaliðsins.


Norður Makedónía verður að vinna til að komast hjá því að falla úr keppni.


Frakkland og Holland mætast úrslitaleik um efsta sæti riðilsins. Sigurliðið fer með fjögur stig í milliriðil, tapliðið tvö stig. Verði jafntefli heldur hvort lið áfram keppni með þrjú stig.

Mörg ef í D-riðli

Meiri spenna er í D-riðli. Svartfellingar eru reyndar öruggir um sæti í milliriðli eftir að hafa unnið báðar viðureignir sínar til þessa. Svartfellingar mæta Pólverjum sem eru í baráttu við Þýskaland og Spán um sæti í milliriðli.

Markus Gaugisch þjálfari þýska landsliðsins þarf að hvetja sína leikmenn til dáða í kvöld gegn Spánverjum. Mynd/EPA


Þýskaland fer áfram:

  • ef liðið tapar ekki fyrir Spáni.
  • ef liðið tapar ekki með meira en tveggja marka mun og Pólland tapar fyrir Svartfjallalandi.
  • ef liðið tapar fyrir Spáni með þriggja marka mun, skori a.m.k. 21 mark og Pólland tapar fyrir Svartfjallalandi.
  • ef liðið tapar fyrir Spáni, 20:23, og Pólland tapar fyrir Svartfjallalandi og að Þýskaland verði með betri heildar markatölu en Pólland.
Svartfellinga spara ekki fána sinn á leikjum landsliðsins í Podgorica. Mynd/EPA


Pólland fer áfram:

  • ef liðið tapar ekki fyrir Svartfjallalandi.
  • ef liðið tapar fyrir Svartfjallalandi og Þýskaland tapar fyrir Spáni með meira en þriggja marka mun.
  • ef liðið tapar fyrir Svartfjallalandi og Þýskaland tapar fyrir Spáni með þriggja marka mun og skorar um leið ekki a.m.k. 21 mark.
  • ef liðið tapar fyrir Svartfjallalandi og Þýskaland tapar fyrir Spáni, 20:23, og Pólland hafi þá betri heildar markatölu en Þýskaland.


Spánn fer áfram:

  • ef liðið vinnur Þýskaland. Aðrir möguleikar eru ekki boði á þeim bænum til að komast hjá að pakka niður föggum sínum og halda heim í fyrramálið.


Staðan í C- og D-riðlum:

Frakkland220059 – 354
Holland220059 – 434
Rúmenía200249 – 640
N-Makedónía200229 – 540
Svartfjallaland220059 – 484
Pólland210145 – 462
Þýskaland210150 – 522
Spánn200244 – 520


Keppni lauk í A- og B-riðlum í gærkvöld. Fyrstu leikir í milliriðli eitt hefst annað kvöld.


Staðan í milliriðli 1:

Noregur220064 – 454
Svíþjóð210156 – 472
Danmörk210151 – 512
Króatía210144 – 502
Slóvenía210150 – 592
Ungverjaland200240 – 530
Leikir í milliriðli 1
10. nóvember:
Ungverjaland - Danmörk.
Króatía - Slóvenía.
12. nóvember:
Noregur - Svíþjóð.
Króatía - Danmörk.
14. nóvember:
Ungverjaland - Svíþjóð.
Noregur - Slóvenía.
16. nóvember:
Noregur - Danmörk.
Króatía - Svíþjóð.
Ungverjaland - Slóvenía.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -