- Auglýsing -
- Auglýsing -

Spennan magnast fyrir úrslitahelginni í Búdapest

Anita Görbicz kyssir bikarinn þegar hún vann Meistaradeild Evrópu í fimmta sinn á ferlinum með Györi vorið 2019. Hún hættir keppni eftir einstakan ferlil að loknum úrslitaleik Meistaradeildarinnar í lok þessa mánaðar. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Aðeins einn mánuður er þar til að þau fjögur lið sem eftir eru í Meistaradeild kvenna upplifa stærsta draum sinn á þessari leiktíð, að spila í Final4, undanúrslitahelgina, sem leikin verður að vanda í Búdapest. Fjórir leikir á tveimur dögum mun framkalla adrenalín, ákefð og spennu í Papp Laszlo Sportarena höllinni í Búdapest, en það getur aðeins eitt lið sigrað. Ekki er úr vegi að kíkja aðeins á þau fjögur lið sem koma til að berjast um titilinn að þessu sinni en það eru CSKA, Györ, Brest og Vipers sem eru að undirbúa sig undir þessa lokahelgi í Meistaradeildinni.

Allra augu á ljúfri kveðjustund

Franska liðið Brest hefur stefnt að þessu undanfarin fjögur ár að komast alla leið í Final4 en hefur ekki tekist til þessa en þær unnu franska liðið Metz í 8-liða úrslitunum.  Brest mun mæta ríkjandi meisturum í Györ í undanúrslitunum og er ljóst að það verður verðugt verkefni fyrir franska liðið. En Brest hefur þó veitt ungverska liðinu verðuga samkeppni í undanförnum leikjum þar sem að liðin hafa gert jafntefli þrisvar sinnum af síðustu fjórum viðureignum liðanna. Laurent Bezeagu þjálfari Brest mun yfirgefa félagið í lok þessarar leiktíðar eftir að hafa stýrt liðinu í átta ár. Þá mun stórskyttan Ana Gros einnig kveðja félagið en hún gengur til liðs við CSKA í sumar.

CSKA kom öllum á óvart

Það hafa verið hæðir og lægðir hjá rússneska liðinu CSKA á þessari leiktíð en liðið er á góðri leið með það að verða eitt af bestu kvennaliðum Evrópu. Forráðarmenn CSKA ákváðu að reka Jan Leslie þjálfara liðsins í mars en hann hafði átt stóran þátt í uppbyggingu liðsins frá árinu 2019. Olga Akopian aðstoðarþjálfari tók við sem aðalþjálfari og stýrir liðinu úr keppnistímabilið, hið minnsta.

Akopian er nafn sem fólk ætti að leggja á minnið því hún er efnilegur þjálfari en hún er þó enginn nýgræðingu í handboltanum. Hún vann til gullverðlauna með rússneska landsliðnu bæði á heimsmeistaramóti og Ólympíuleikum og þá tók hún einu sinni þátt sem leikmaður í Final4. Þó að hún hafi ekki mikla þjálfarareynslu þá er handboltagreind hennar mikil og það gæti vegið þungt fyrir CSKA.

Rússneska liðið mætir norska liðinu Vipers í undanúrslitum en þær munu vera án vinstri skyttunnar Elenu Mikhaylichenko, en hún sleit krossband í nóvember.

Vinnur Györ sinn fimmta titil?

Györ hefur ekki tapað í 55 leikjum í röð í Meistaradeildinni og ungverska liðið ætlar sér að bæta sigurleikjum við safnið í Búdapest. Kaflaskil verða hjá liðinu í lok þessarar leiktíðar, þar sem að Eduarda Amorim yfirgefur félagið og ganga til liðs við Rostov-Don og Anita Görbicz leggur skóna á hilluna frægu. Til viðbótar hættir Gabor Danyi þjálfun liðsins og taka við Síófok í sumar.

Györ mætir til leiks þessa helgi sem liðið sem þarf að leggja af velli til að vinna titilinn. Leikmenn Györ hafa staðið uppi sem sigurvegarar í Final4 fjórum sinnum af þeim fimm skiptum sem það hefur tekið þátt. Allir leikmenn eru heilir heilsu. Györ er besta sóknarlið Meistaradeildarinnar en það hefur skorað 32,7 mörk að meðaltali í leik á keppnistímabilinu.

Vipers komið á beinu brautina

Eftir að hafa verið taplausar í sjö leikjum í röð komu nokkrir slæmir tapleikir hjá norska meistaraliðinu Vipers í riðlakeppninni sem gerði það að verkum að þær norsku þurftu að fara erfiða leið í Final4. Liðið vann Odense í 16-liða úrslitum og Rostov-Don í 8 liða úrslitunum.

Norska liðið tekur þátt í Final4 í annað sinn á þremur árum. Framundan eru miklar breytingar á leikmannahópnum en sex leikmenn munu yfirgefa félagið í sumar og fimm nýir koma inn. Liðið hefur sett sér það markmið að komast í úrslitaleikinn en það verður eitt stærsta afrek norsks félagsliðs í Evrópukeppni. 

Það verður þó að teljast töluvert afrek fyrir Vipers að hafa komist alla leið í Final4 sérstaklega hefur leikið fáa leiki á keppnistímabilinu. Keppni í norsku deildinni var slaufað í janúar og nokkrum leikjum liðsins í Meistaradeildinni tókst ekki að ljúka vegna strangra sóttvarnareglna í Noregi.

Sú staðreynd hversu fáa keppnisleiki liðið hefur spilað gæti valdið liðinu vandræðum þegar kemur að því að spila tvo leiki á tveimur dögum. Liðið er þó skipað reynslumiklum leikmönnum á borð við Noru Mørk, Heidi Løke og Katrine Lunde sem hafa reynslu af að spila að taka þátt í úrslitahelgi Meistaradeildarinnar. Sú reynsla á eftir að vega þungt á metunum þegar á hólminn verður komið.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -