- Auglýsing -
Framundan er mjög spennandi kvöld hjá leikmönnum og stuðningsmönnum liðanna sem eru í A-riðli Evrópumótsins í handknattleik. Fyrir síðustu leikina tvo er sú staða uppi að þau eiga liðin fjögur öll möguleiki á að komast í milliriðil. Lið þjóðanna fjögurra eru Austurríki, Serbía, Spánn og Þýskaland sem Alfreð Gíslason þjálfar.
Leikir kvöldsins:
17.00: Austurríki – Serbía.
19.30: Þýskaland – Spánn.
Þetta eru möguleikarnir hjá þýska landsliðinu og Alfreð:
- sigur vinnsta á Spáni með þriggja marka mun eða meira.
- sigur á Spáni og Serbía tapar eða gerir jafntefli við Austurríki.
- jafntefli við Spán og Serbía tapar.
- tap fyrir Spáni og Austurríki vinnur Serbía með þriggja marka mun og skorar 29 mörk eða færri.
- tap fyrir Spáni með eins marks mun og Austurríki vinnur Serba, 30:27.
- tap fyrir Spáni með tveggja marka mun og Austurríki vinnur Serbíu 30:27. Þá verður þýska liðið að skora 28 mörk eða fleiri.
EM karla 2026 – úrslit, staðan og leiktímar
- Auglýsing -


