0
„Liðið spilaði á köflum sinn besta bolta gegn gríðarlega sterku liði Gummersbach sem er ofboðslega vel þjálfað. Lengstum vorum við í leik og ég er mjög stoltur af mínu liði,“ sagði Sigursteinn Arndal þjálfari FH í samtali við samfélagsmiðla félagsins eftir tap, 32:24, fyrir þýska liðinu Gummersbach í Evrópudeildinni í handknattleik ytra í kvöld.
„Nokkrum mínútum fyrir leikslok áttu við möguleika á að minnka muninn niður í þrjú mörk. En við vorum að leika við lið sem refsar fyrir hver mistök sem andstæðingurinn gerir,“ sagði Sigursteinn og bætir við.
„Ég er ekki vafa um að leikur eins og þessi gerir okkur að betra liði. Það eitthvað sem var markmiðið með þátttökunni, að verða að stærra liði.“
Öll í Krikann á þriðjudaginn!
Síðasti leikur FH í riðlakeppni Evrópudeildarinnar verður á næsta þriðjudag í Kaplakrika gegn franska liðinu Fenix Toulouse sem tapaði í kvöld fyrir IK Sävehof í Frakklandi. Sigursteinn hvetur FH-inga og annað handboltaáhugafólk til þess að mæta í Krikann á þriðjudaginn og styðja við bakið á FH-liðinu með því fylla sætin 2.000 sem í boði verða.
Nánar er rætt við Sigurstein á myndskeiðinu efst í þessari frétt.
Evrópudeild karla “24 – riðlakeppni 32-liða – 5. umferð, úrslit, staðan
Átta marka tap FH-inga eftir góða byrjun