- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sporting staðfestir komu Orra Freys til Lissabon

Orri Freyr Þorkelsson leikmaður Sporting Lissabon. Mynd/Sporting
- Auglýsing -

Portúgalska handknattleiksliðið Sporting í Lissabon staðfesti í morgun að Orri Freyr Þorkelsson hafi samið um að leika með liði félagsins næstu tvö árin. Koma Hafnfirðingsins til félagsins hefur legið í loftinu um talsvert skeið. Orri Freyr kemur til Sporting frá Elverum í Noregi hvar hann hefur verið síðustu tvö ár.

Karlar – helstu félagaskipti 2023

Orri Freyr er annar íslenski handknattleiksmaðurinn sem gengur til liðs við portúgalskt félagslið á stuttum tíma. Nýverið skrifaði Stiven Tobar Valencia undir eins árs samning við hitt liðið í Lissabon, Benfica. Orri Freyr og Stiven Tobar verða tveir fyrstu íslensku handknattleiksmennirnir til þess að leika með félagsliði í efstu deild portúgalska karlahandknattleiksins.

Sporting er eitt af þremur sterkustu handknattleiksliðum Portúgals um þessar mundir. Það missti naumlega af portúgalska meistaratitlinum í vor eftir hörkukapphlaup við Porto. Liðið hefur styrkst síðustu daga og vikur og ætlar sér talsvert á næstu leiktíð.

Nánar verður fjallað um komu Orra Freys til Sporting á handbolti.is síðar í dag.

Karlar – helstu félagaskipti 2023

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -