- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Spurningu um þátttöku Arons er ósvarað

Aron Pálmarsson verður frá keppni um nokkra vikna skeið. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Gunnar Magnússon aðstoðarlandsliðsþjálfari karla segir í samtali við Vísi/Stöð2 að talsverð óvissa ríki um hvort Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, geti verið með í leikjunum tveimur við Portúgal í undankeppni EM sem fram eiga að fara 6. og 10. janúar. Um leið sé þeirri spurningu ósvarað hvort Aron geti beitt sér að fullu eða hreinlega verið með á HM í Egyptalandi sem hefst 13. janúar. Íslenska landsliðið fer til Egyptalands 11. janúar.

„Eins og staðan er í dag þá erum við bara í óvissu með þetta. Það er óvíst hvort hann verði klár eða ekki,“ sagði Gunnar Magnússon við Vísi/Stöð2 í kvöld.


Eins og ítrekað hefur komið fram á handbolta.is á síðustu dögum þá meiddist Aron í leik Barcelona og Bidasoa fyrir rúmri viku með þeim afleiðingum að hnékskeljasin á vinstra hné bólgnaði upp. Xavi Pascual, þjálfari Barcelona sagði á Þorláksmessu að óvissa ríkti um þátttöku Arons í úrslitaleikjum Meistaradeildarinnar en síðan hefur ekkert heyrst frá herbúðum Barcelona um málið.


Aron kom til Kölnar um hádegið í dag með Barcelona-liðinu en þar leikur liðið til undanúrslita í Meistaradeild Evrópu annað kvöld við PSG. Önnur viðureign tekur við á þriðjudagskvöld. Þá leikur Barcelona annað hvort til úrslita í keppninni eða um þriðja sætið.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -