- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Staðfest að krossband er slitið

Spænski markvörðurinn Gonzalo Perez de Vargas. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -


Evrópumeistarar Barcelona segja í tilkynningu í morgun að staðfest hafi verið að Gonzalo Pérez de Vargas markvörður liðsins og spænska landsliðsins er með slitið krossband í vinstra hné. De Vargas fer í aðgerð á næstu dögum en nokkuð ljóst virðist að hann verður frá keppni næsta árið.


Barcelona segir ennfremur í tilkynningu að frekari upplýsingar um meiðsli markvarðarins verði gefin þegar aðgerðin verður yfirstaðin.

Þar með er ljóst að de Vargas hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Barcelona, alltént að sinni. Hann hefur verið samningsbundinn Barcelona 2009. De Vargas var lánsmaður hjá BM Granollers 2011 til 2013 og hjá franska liðinu Fenix Toulouse 2013 til 2014.

De Vargas, sem varð 34 ára gamall 10. janúar, hefur samið við þýska liðið THW Kiel og flytur þangað í sumar. Forvígismaður THW Kiel, Viktor Szilagyi segir við handball-world að félagið styðji við bakið á de Vargas eins og kostur er. Félagið er þegar með þýska landsliðsmarkvörðinn Andreas Wolff innan sinna raða og þar með ekki á flæðiskeri statt.


De Vargas, sem hefur verið einn besti markvörður heims um árabil, meiddist snemma í síðari hálfleik í viðureign Barcelona og Birdsoa Irún í spænsku úrvalsdeildinni á laugardagskvöld. Um leið vaknaði sá grunur að krossband hafi gefið sig.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -