- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Staðfesta uppsögn Ilic og Gulyás

Momir Ilic er hættur þjálfun ungverska meistaraliðsins Telekom Veszprém. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -

Ungverska meistaraliðið Telekom Veszprém, sem Bjarki Már Elísson landsliðsmaður í handknattleik leikur með, staðfesti í hádeginu að Momir Ilic þjálfari og Péter Gulyás aðstoðarþjálfari hafi verið leystir frá störfum. Fregnirnar hafa legið í loftinu síðan í upphafi mánaðarins að Spánverjinn Xavier Pascual hætti stöfum hjá Dinamo Búkarest í þeim tilgangi að verða næsti þjálfari Telekom Veszprém, eftir því sem fjölmiðlar í Rúmeníu sögðu frá.

Þótt ekki hafi verið tilkynnt um ráðningu Pascual ennþá má telja næsta víst að hann taki við hjá Telekom Veszprém og verði kynntur til sögunnar fljótlega.

Ilic hefur verið hjá Telekom Veszprém í áratug. Fyrst sem leikmaður í sjö ár og síðustu þrjú ár sem þjálfari eftir að skórnir fóru upp á hilluna. Gulyás er búinn að vera hjá félaginu nær allan sinn ferlil sem leikmaður og þjálfari.

Þrátt fyrir að Telekom Veszprém hafi orðið ungverskur meistari og bikarmeistari tvö undangengin ár þá nægði það ekki til að Ilic og Gulyás héldu störfum sínum. Forráðamenn Telekom Veszprém vilja ná árangri í Meistaradeild Evrópu og standa þar á efsta þrepi. Þrátt fyrir að hafa haft á að skipa frábæru liði um margra ára skeið undir stjórn snjallra þjálfara þá hefur Telekom Veszprém aldrei unnið Meistaradeildina. Lið félagsins hefur fjórum sinum leikið til úrslita, þar af þrisvar eftir að úrslitahelgarfyrirkomulagið var tekið upp 2010.

Töpuðu fyrir Aalborg

Telekom Veszprém féll úr leik í átta liða úrslitum í vor fyrir Aalborg Håndbold. Nokkuð sem mönnum sárnaði. Með Pascual við stjórnvölin telja stjórnendur sig alltént vera með þjálfara sem kann þá list að vinna Meistaradeild Evrópu. Hann stýrði Barcelona til sigurs í Meistaradeildinni 2011, 2015 og 2021.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -