- Auglýsing -
- Auglýsing -

Staðfestir komu Ólafs Andrésar

Ólafur Andrés Guðmundsson hefur haft nóg að gera með Montpellier síðustu daga. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Franska stórliðið Montpellier staðfesti í dag að samið hafi verið við Ólaf Andrés Guðmundsson, landsliðsmann í handknattleik. Samningurinn er til tveggja ára með möguleika á endurskoðun að ári liðnu, eftir því sem fram kemur á heimasíðu Montpellier. IFK Kristianstad í Svíþjóð greindi frá brottför Ólafs Andrésar í gær og hvert hann væri að fara.


Ólafur Andrés er 31 árs gamall Hafnfirðingur og hefur síðustu sex ár leikið með IFK Kristianstad auk tveggja ára tímabils frá 2012 til 2014. Hann var hjá Hannover-Burgdorf frá 2014 til 2014.

Þar með verða þrír íslenskir handknattleiksmenn í efstu deild franska handknattleiksins á næstu leiktíð. Auk Ólafs Andrésar hjá Montpellier þá leikur Elvar Ásgeirsson með nýliðum Nancy og Kristján Örn Kristjánsson, Donni, verður sitt annað keppnistímabil hjá PAUC-Aix, nágrannaliði Montpellier í suðurhluta Frakklands. Fjórði Íslendingurinn, Grétar Ari Guðjónsson, stendur síðan vaktina í marki Nice í næst efstu deild annað tímabilið í röð.


Ólafur Andrés verður annar Íslendingurinn til þess að leika með Montpellier. Geir Sveinsson var í herbúðum félagsins frá 1995 til 1997.
Montpellier hefur þrettán sinnum orðið franskur meistari og fjórtán sinnum bikarmeistari auk þess að vera eina franska félagsliðið sem unnið hefur meistaradeild Evrópu, 2003 og 2018.

Montpellier hafnaði í öðru sæti í frönsku 1. deildinni í vor og leikur í Meistaradeild Evrópu á næsta keppnistímabili.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -