- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Stærsti sigur Esbjerg – Evrópumeistararnir töpuðu

Leikmenn Team Esbjerg gera það gott í Meistaradeild Evrópu. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Þriðju umferð Meistaradeildar kvenna í handknattleik lauk í dag með fjórum leikjum. Dagurinn hófst með viðureign Esbjerg og Buducnost í A-riðli þar sem að danska liðið vann öruggan 15 marka sigur, 35-20. Þetta er stærsti sigur danska liðsins í þeim 42 leikjum sem það hefur spilað í Meistaradeild kvenna.

Þrír leikir voru í B-riðli, slagur skandinavíuliðanna, Sävehof og Odense, var nokkuð kaflaskiptur þar sem að sænska liðið var með frumkvæðið framan af en góður lokakafli danska liðsins tryggði því sigur, 37-31.

Í Frakklandi sýndu leikmenn Metz klærnar þegar þær tóku á móti ríkjandi meisturum Vipers frá Noregi og gerðu sér lítið fyrir og unnu, 23-18. Györ lagði CSKA Moskvu á heimavelli, 32-22.

Úrslit dagsins

A-riðill:

Esbjerg 35-20 Buducnost (16-10).

  • Með þessu tapi jafnaði Buducnost sína verstu byrjun í Meistaradeildinni en liðið tapaði fyrstu þremur leikjum sínum síðast tímabilið 2004/05.
  • 4-0 kafli danska liðsins frá annarri til sjöundu mínútu kom því í 6-2 forystu. Það forskot létu leikmenn Esbjerg ekki af hendi. Þvert á móti bættu þeir í forskotið.
  • 10 af 11 útileikmönnum Esbjerg skoruðu í það minnsta eitt mark í leiknum en Beyza Irem Turkoglu hornamaður var markahæst með 6 mörk.
  • Danska liðið komst með þessum sigri upp í þriðja sæti riðilsins með fjögur stig, jafn mörg og Rostov-Don. Buducnost er hins vegar annað af tveimur liðunum sem hefur ekki enn náð að vinna  leik í Meistaradeildinni þar sem af er leiktíðar.
  • Buducnost er óðum að nálgast tapleikja met sitt en lengsta taphrinan liðsins spannaði sjö  tapleiki í röð frá febrúar 2004 fram í janúar 2005.

B-riðill:

Metz 23-18 Vipers (14-9).

  • Metz var að spila sinn fyrsta heimaleik á leiktíðinni. Viðureign sem fram átti að fara við CSKA í fyrstu umferð varð að slá á frest.
  • Vipers náði aðeins einu sinni forystu í leiknum, 4-3. Eftir það náði franska liðið frumkvæðinu í leiknum sem það  hélt til leiksloka.
  • Franska liðið er með fjögur stig eftir tvo leiki en Vipers er aðeins komið með tvö stig eftir þrjár viðureignir.
  • Markahæstu leikmenn beggja liða skoruðu fimm mörk hvor, Meline Nocandy hjá Metz og Nora Mörk hjá Vipers.

Sävehof 31-37 Odense (16-19).

  • Odense hefur unnið báða leiki sína á útivelli, fyrst gegn Kastamonu og nú á móti Sävehof
  • Sænska liðið var með forystu lengst af í fyrri hálfleik en 7-1 kafli hjá danska liðinu frá 19. mínútu til 27. mínútu tryggði því þriggja marka forystu í hálfleik.
  • Mia Rej skoraði átta mörk í leiknum fyrir Odense en liðsfélagi hennar, Dione Housheer, sem fagnaði 22 ára afmæli sínu í dag, var næst með sjö mörk.
  • Jamina Roberts átti aftur stórleik hjá sænska liðinu. Hún skoraði 10 mörk.
  • Odense er með fjögur stig í B-riðli eftir tvo leik. Sävehof er hins vegar með 2 stig.

Györ 32-22 CSKA (17-15).

  • Ungverska stórliðið eru enn taplaust eftir fyrstu þrjár umferðirnar og situr á toppi B-riðils. Þetta var á hinn bóginn fyrsta tap CSKA.
  • Leikurinn var nokkuð jafn á fyrstu 35 mínútunum. Til að mynda tókst rússneska liðinu að jafna metin tólf sinnum á þessum kafla. Eftir það náði Györ aftur frumkvæðinu.
  • Veronica Kristiansen leikmaður Györ fékk rautt spjald um miðjan fyrri hálfleik eftir að hafa skotið boltanum í höfuðið á Polinu Kaplinu markverði CSKA í vítakasti.
  • Ana Gros og Karina Sabirova voru markahæstar í liði CSKA með sex mörk hvor.
  • Alls 12 leikmenn skoruðu fyrir Györ í leiknum, þar á meðal Silje Solberg markvörður.  Stine Oftedal var markahæst með 5 mörk.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -