- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Standa höllum fæti eftir fjögurra marka tap

Óðinn Þór Ríkharðsson landsliðsmaður og leikmaður Kadetten Schaffhausen. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Svissneska meistaraliðið, Kadetten Schaffhausen sem landsliðsmaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson leikur með, stendur höllum fæti eftir fjögurra marka tap fyrir Füchse Berlin, 32:28, í fyrri viðureign liðanna í fyrstu umferð útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar í handknattleik í Schaffhausen í kvöld. Síðari viðureignin fer fram í Max Schmeling-Halle í Berlín að viku liðinni.

Óðinn Þór skoraði fimm mörk í sjö tilraunum. Berlínarliðið varaði sig á Óðni Þór að þessu sinni en hann skoraði 15 mörk gegn því í kappleik í Evrópudeildinni fyrir um ári. Patrik Martinovic var markahæstur hjá Kadetten með sjö mörk.

Danirnir Mathias Gidsel og Hans Lindberg voru markahæstir hjá Füchse Berlin. Gidsel skoraði níu mörk og Lindberg sex. Svíinn Jerry Tollbring kom þar á eftir með fimm mörk. Serbneski landsliðsmarkvörðurinn stóð vaktina af árverkni og varði 17 skot, 38,6%.

Samanlagður sigurvegari leikjanna tveggja öðlast sæti í átta liða úrslitum keppninnar.

Á sama tíma vann Dinamo Búkarest danska liðið Bjerringbro/Silkeborg, 37:34, í Búkarest.

Tveir leikir til viðbótar fara fram í útsláttarkeppninni í kvöld. Þeim er ekki lokið þegar þetta er ritað.

Nantes, Sporting, Flensburg og Skjern unnu sína riðla í 16-liða úrslitum og sitja yfir í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar en mæta til leiks í átta lið úrslitum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -