- Auglýsing -
Elvar Ásgeirsson og samherjar í Nancy standa vel að vígi eftir fyrri undanúrslitaleikinn við Dijon í umspili frönsku B-deildarinnar í handknattleik. Nancy vann fyrri viðureign liðanna í kvöld á heimavelli Dijon með tveggja marka mun, 29:27. Síðari viðureignin verður í Nancy á laugardaginn.
Sigurliðið mætir annað hvort Cherbourg eða Massy Essonne sem mættust einnig í kvöld. Cherbourg vann eins marks sigur á útivelli, 25:24.
Elvar skoraði tvö mörk fyrir Nancy í kvöld.
Sigurliðið í undanúrslitum mætir Pontault í tveggja leikja rimmu um að fylgja Saran upp í efstu deild á næstu leiktíð. Saran vann B-deildinna á síðasta föstudag.
- Auglýsing -