- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Stefán Darri verður áfram á heimaslóðum

Stefán Darri Þórsson og Lárus Helgi Ólafsson og félagar mæta Víkingi í dag í Safamýri. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Fyrirliði handknattleiksliðs Fram í karlaflokki, Stefán Darri Þórsson, hefur framlengt samning sinn við félagið til þriggja ára eða til ársins 2025. Frá þessu greinir handknattleiksdeild Fram í dag og segir ennfremur að vænta sé fleiri fregna af endurnýjun samning við leikmenn á næstunni.


Stefán Darri hefur tekið þátt í 13 leikjum með Fram í Olísdeildinni á þessari leiktíð og skorað í þeim 32 mörk.


„Stefán Darri er ósérhlífinn og gríðarlega duglegur leikmaður sem fer fyrir okkar liði. Hann er blár í gegn og við í Fram erum þakklát fyrir að hafa hann í okkar röðum. Hann er fyrirmynd fyrir okkar yngri iðkendur og umfram allt frábær handboltamaður,“ segir Bjarni Kristinn Eysteinsson formaður handknattleiksdeildar Fram í tilkynningu.


Auk Fram lék Stefán Darri með Stjörnunni frá 2016 til 2018 og spænska liðinu BM Alcobendas leiktíðina 2018 til 2019.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -