Stefán Árnason tekur við þjálfum karlaliðs Aftureldingar í sumar af Gunnari Magnússyni sem þjálfað hefur liðið undanfarin fimm ár. Einnig tekur Stefán við hlutverki yfirþjálfara yngri flokka. Afturelding tilkynnti þetta í hádeginu.
Stefán hefur undanfarin þrjú ár verið aðstoðarþjálfari Gunnars hjá meistaraflokki karla, ásamt því að þjálfa þriðja flokk karla.
Stefán hefur reynslu af þjálfun meistaraflokksliða því hann var þjálfari Selfoss 2016 til 2018 og síðar hjá KA.
Undir stjórn Gunnars varð Afturelding bikarmeistari 2023. Um þessar mundir er Afturelding í þriðja sæti Olísdeildar og auk þess að hafa komist í undanúrslit Poweradebikarsins á dögunum en fallið úr leik eftir framlengda viðureign gegn Fram.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.