- Auglýsing -
- Auglýsing -

Stefnir á að mæta til leiks í febrúar

Handknattleiksmaðurinn efnilegi, Símon Michael Guðjónsson Mynd/EHF Kolektif images

Unglingalandsliðsmaðurinn efnilegi Símon Michael Guðjónsson stefnir á að geta byrjað að leika með HK á ný í febrúar, þegar keppni í Olísdeildinni hefst aftur eftir að hlé verður gert vegna Evrópumeistaramótsins í handknattleik. Símon Michael fór úr axlarlið í viðureign HK og Fram í 16-liða úrslitum Coca Cola-bikarsins í byrjun september.


Símon Michael sagði við handbolta.is að hann hafi farið í aðgerð á dögunum sem hafi gengið vel. Ekkert óeðlilegt hafi komið í ljós sem ætti að tefja fyrir bata. Nú er hann byrjaður í endurhæfingu og ef allt gengur að óskum næstu vikur og mánuði standa vonir til að hann mæti út á völlinn á ný í febrúar. „Ég stefni að minnsta kost á það,“ sagði Símon Michael sem var á meðal markahæstu leikmanna HK í Grill66-deildinni á síðasta keppnistímabili auk þess að standa sig afar vel með U19 ára landsliðinu á Evrópumeistaramótinu í Króatíu í ágúst.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -