- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Steinunn valin íþróttakona Reykjavíkur 2020

Steinunn Björnsdóttir fyrirliði Fram. Mynd/Fram
- Auglýsing -

Steinunn Björnsdóttir handknattleikskona í Fram var í gær valin íþróttakona Reykjavíkur 2020. Íþróttabandalag Reykjavíkur, ÍBR, stendur að kjörinu sem hefur farið fram árlega og langt árabil.

Steinunn er fyrirliði bikarmeistara og deildarameistara Fram í handknattleik 2020. Hún hefur verið einn besti leikmaður Íslandsmótsins í handbolta undanfarin ár. Eftir síðasta tímabil var hún valin besti varna,- og línumaðurinn og mikilvægasti leikmaðurinn.

Í rökstuðning fyrir kjöri Steinunnar segir m.a.: „Steinunn er fyrirmyndarleikmaður og mikill leiðtogi inn á vellinum, Steinunn leggur áherslu á að miðla reynslu sinni til yngri iðkenda og heldur fyrirlestra í félögum á höfuðborgarsvæðinu.“

Steinn Björnsdóttir, íþróttakona Reykjavíkur 2020. Mynd/ÍBR

Steinunn hefur átt sæti í íslenska landsliðinu undanfarin ár og á að baki 33 landsleiki.

Hér fyrir neðan er kynningarmyndband á þeim sem tilnefndir voru í kjörinu ásamt viðtali við Steinunni þegar hún tók við viðurkenningunni.

Kylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, var valinn íþróttakarl Reykjavíkur.

Íþróttalið sem ná framúrskarandi árangri á árinu fá fjárstyrk frá ÍBR. Þau lið sem eru Íslandsmeistarar, bikarmeistarar og deildarmeistarar hljóta styrkinn. Tvær handknattleikdeildir fá af þessu tilefni styrk. Þær eru:
Handknattleiksdeild Fram og Handknattleiksdeild Vals.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -