- Auglýsing -

Stendur áfram vaktina hjá Fjölni

Axel Hreinn Hilmarsson og Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir, varaformaður handknattleiksdeildar Fjölnis.

Markvörðurinn Axel Hreinn Hilmisson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Fjölni. Axel er tvítugur markmaður sem hefur leikið upp alla yngri flokka félagsins og var meðal annars lykilmaður í 3. flokki sem varð Íslands- og bikarmeistari fyrir tveimur árum.

Axel Hreinn lék stórt hlutverk í liði Fjölnis á leiktíðinni. Fjölnir hafnaði í þriðja sæti í Grill 66-deildinni en tapaði naumlega eftir oddaleik fyrir Kríu í undanúrslitum um sæti í Olísdeildinni á næstu leiktíð.


„Við Fjölnismenn hlökkum til að sjá hann vaxa næstu tímabil þar sem þarna er á ferðinni mjög efnilegur markmaður sem liðið treystir á í baráttunni um að komast aftur í efstu deild,“ segir í tilkynningu sem handknattleiksdeild Fjölnis sendi frá sér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -