Framarar eru ekki af baki dottnir í undanúrslitaeinvíginu við Hauka. Fram vann örugglega á heimavelli í kvöld, 23:17, og hafa þar með einn vinning gegn tveimur Hauka. Næsta mætast liðin á Ásvöllum á mánudaginn. Töluverðar sveiflur voru í leiknum í kvöld en lokakaflinn var Fram-liðsins sem skoraði fjögur af fimm síðustu mörkunum á síðustu 13 mínútum leiksins.
Markverðir beggja liða voru í aðalhlutverkum. Ekki síst Darija Zeceivc hjá Fram. Hún var stórkostleg með 16 varin skot, 53,3% á bak við frábæra vörn Fram sem Berglind Þorsteinsdóttir fór fyrir.
Framliðið hafði töluverða yfirburði í fyrri hálfleik og var með sex marka forskot þegar fyrri hálfleik lauk, 13:7. Fram náði sjö marka forskoti snemma í síðari hálfleik, 15:8. Þá kom að kafla sem Haukar áttu. Þeir skoruðu fimm mörk í röð og minnkuðu muninn í tvö mörk, 15:13, þegar 10 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Allt stefndi í jafnan lokakafla. Sú varð ekki raunin því eins og áður segir skoraði Fram fjögur af síðustu fimm mörkum leiksins á síðustu 13 mínútum leiksins.
Mörk Fram: Alfa Brá Hagalín 6, Lena Margrét Valdimarsdóttir 5, Steinunn Björnsdóttir 4, Harpa María Friðgeirsdóttir 3, Þórey Rósa Stefánsdóttir 3, Berglind Þorsteinsdóttir 1/1, Sóldís Rós Ragnarsdóttir 1.
Varin skot: Darija Zecevic 16/1, 53,3% – Ethel Gyða Bjarnasen 0.
Mörk Hauka: Elín Klara Þorkelsdóttir 6, Rut Arnfjörð Jónsdóttir 5/2, Sara Odden 2, Sara Katrín Gunnarsdóttir 1, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 1, Birta Lind Jóhannsdóttir 1, Inga Dís Jóhannsdóttir 1.
Varin skot: Sara Sif Helgadóttir 15/3, 39,5%.
Tölfræði leiksins hjá HBStatz.