- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sterkar konur komnar heim

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir flutti heim frá Frakklandi til Vestmannaeyja. Ljósmynd/ÍBV
- Auglýsing -

Talið er að í uppsiglingu sé ein jafnasta og um leið skemmtilegasta keppni sem fram hefur farið í Olísdeild kvenna á seinni árum. Liðin átta koma einstaklega vel undir mótið búin. Þau hafa öll styrkst verulega, meðal annars vegna þess að sjö sterkar handknattleikskonur fluttu heim í sumar og skiptust nokkuð á milli félaga. Þær eiga án efa eftir að setja sterkan svip á Olísdeildina.

Í upphafsleikjunum tveimur í kvöld fær Stjarnan nýliða FH í heimsókn í TM-höllina klukkan 17.45 og þremur stundarfjórðungum síðar mætast Fram og HK í Framhúsinu.

Deildar- og bikarmeistarar og ríkjandi Íslandsmeistarar frá 2019, Fram, fá væntanlega öfluga samkeppni fyrir vikið eins og t.d. sást í leik Fram og KA/Þórs í Meistarakeppni HSÍ á sunnudaginn þar sem KA/Þór kom mörgum skemmtilega á óvart. Liðið fékk m.a. hina þrautreyndu handboltakonu Rut Jónsdóttur til liðs við sig en hún hefur í 12 ár leikið með mörgum sterkustu félagsliðum Danmerkur.

Hér er nöfn þeirra handknattleikskvenna sem fluttu heim í sumar:

Birna Berg Haraldsdóttir til ÍBV frá Neckarsulmer.

Eva Björk Davíðsdóttir til Stjörnunnar frá Skuru.

Rut Arnfjörð Jónsdóttir fór til KA/Þórs frá Esbjerg.

Mariam Eradze til Vals frá Toulon.

Helena Rut Örvarsdóttir til Stjörnunnar frá SönderjyskE.

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir til ÍBV frá frá Bourg-de-Péage Drôme Handball.

Olísdeild kvenna, 1. umferð:

Föstudagur kl. 17.45 Stjarnan – FH – TM-höllin

Föstudagur kl. 18.30 Fram – HK – Framhúsið

Laugardagur kl. 13.30 Valur – Haukar – Origo-höllin

Laugardagur kl. 16.00 ÍBV – KA/Þór – Vestmannaeyjar

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -