- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sterkir Svíar meiddust í sigurleik á Egyptum

Svíar fagna sigri á Egyptum og sæti í undanúrslitum HM. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Svíar innsigluðu sæti í undanúrslitum heimsmeistaramótsins í handknattleik karla í kvöld með því að leggja Egypta í hörkuleik í Tele2 Arena í Stokkhólmi, 26:22, að viðstöddum 17 þúsund áhorfendum í frábærri stemningu. Meiðsli Jim Gottfridsson og Albin Lagergren varpaði skugga á sigur Svía. Sérstaklega er óttast að Gottfridsson geti verið alvarlega meiddur á vinstri hönd eftir að hafa fengið þungt högg snemma leiks.


Sænska landsliðið var með yfirhöndina í leiknum frá upphafi til enda gegn Egyptum. M.a. var forskot heimamanna fimm mörk að loknum fyrri hálfleik, 14:9.

Svíar skoruðu átta mörk í röð frá síðari hluta fyrri hálfleik og fram á fimmtu mínútu síðari hálfleik og breyttu stöðunn á þeim kafla úr 8:9 Egyptum í vil í 16:9.

Sjúkraþjálfari sænska landsliðsins hugar að Jim Gottfridsson eftir að hann meiddist í leiknum við Egypta í kvöld. Mynd/EPA


Andreas Palicka var vel á verði í marki sænska landsliðsins frá upphafi til enda og var með 37% markvörslu þegar upp var staðið. Einnig var varnarleikur Svía til mikils sóma.


Niclas Ekberg, Lukas Sandell og Eric Johansson léku afar vel í sóknarleiknum.


Svíar leika við Frakka í undanúrslitum á föstudaginn. Egyptar taka sæti í átta liða úrslitum og leika við lærisveina Alfreðs Gíslasonar í þýska landsliðinu sem á morgun færa sig um set frá Gdansk og yfir til Stokkhólms.

Mörk Svíþjóðar: Niclas Ekberg 6, Eric Johansson 4, Lukas Sandell 4, Felix Claar 3, Jonathan Carlsbogard 2, Max Darj 2, Hampus Wanne 2, Oscar Bergendahl 1, Jim Gottfridsson 1, Albin Lagergren 1.
Mörk Egyptalands: Mohsen Mahmoud 5, Hassan Kaddah 5, Ahmed Mesilhy 4, Mohamed Shebib 4, Ahmed Mohamed 1, Mohammad Sanad 1, Ali Mohamed 1, Omar Elwakil 1.

HM 2023 – Dagskrá, 8-liða, undanúrslit og úrslit

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -