- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Stigin eru það eina sem skiptir okkur máli

Sebastian Alexandersson, þjálfari karlaliðs HK ræðir við sína menn. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

„Þetta var mjög góður sigur hjá okkur þótt lokakaflinn hafi ekki verið nógu góður. Okkur tókst að bjarga okkur úr erfiðri stöðu því Víkingar voru alveg að ná okkur í restina. Eina sem skiptir okkur máli eru stigin og þau fengum við,“ sagði Sebastian Alexandersson þjálfari HK í samtali við handbolta.is eftir að lið hans lagði Víking, 30:27, í Kórnum í kvöld í níundu umferð Olísdeildar karla í handknattleik.

HK var fimm mörkum yfir, 17:12, í hálfleik eftir að hafa nokkru áður skorað sex mörk í röð og breytt stöðunni úr 10:10, í 16:10. Mestur varð munurinn níu mörk, 26:17, 12 mínútum fyrir leikslok þegar Víkingar röknuðu úr rotinu og voru nærri því búnir að minnka muninn í eitt mark á síðustu mínútu.


HK hafði tapað fimm leikjum í röð fyrir viðureignina í kvöld. Liðið hefur nú fimm stig í 11. og næst neðsta sæti, þremur ofar en Selfoss sem rekur lestina.

„Stigin skipti mestu máli til þess að sitja ekki eftir,“ sagði Sebastian og bætti við að hann og leikmenn hefðu ekki nálgast viðureignina í kvöld sem eitthvað mikilvægari en annan en rætt var um svokallaðan fjögurra stiga leik áður viðureignin hófst.

Eins og hver annar leikur

„Þetta var bara eins og hver annar leikur. Sigurinn í þessum leik ef jafn mikilvægur og hver annar. Við þurfum bara á stigum að halda. Þau eru of fá. Við teljum okkur eiga að vera með fleiri. Svo er ekki. Það vantar leikmenn í okkar hóp en þeir sem léku leikinn í kvöld stóðu sig vel. Við verðum einfaldlega að byggja ofan á það sem vel gekk í leiknum og vinna áfram í okkar málum,“ sagði Sebastian.

Mikil sveifla í lokin

HK var níu mörkum yfir, 26:17, þegar 12 mínútur voru til leiksloka.

„Okkur gekk illa þegar Víkingar fóru í sjö á sex í sókninni og aftur sex núll vörn sem á þó ekki að vera vandamál hjá okkur. Hvað sem því líður þá skipta stigin okkur öllum máli þegar upp er staðið,“ sagði Sebastian Alexandersson þjálfari HK sem var sárlasin en lét það ekki aftra sér frá því að stjórna sínum mönnum af röggsemi eins hans er von og vísa.


Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

Mörk HK: Atli Steinn Arnarson 8, Jón Karl Einarsson 6, Hjörtur Ingi Halldórsson 5/3, Sigurður Jefferson Guarino 3, Elías Björgvin Sigurðsson 3, Aron Gauti Óskarsson 2, Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha 1, Sigurvin Jarl Ármannsson 1, Kristján Ottó Hjálmsson 1.
Varin skot: Sigurjón Guðmundsson 19/1, 42,2% – Róbert Örn Karlsson 0.
Mörk Víkings: Halldór Ingi Óskarsson 5/3, Sigurður Páll Matthíasson 4, Halldór Ingi Jónasson 4, Jóhann Reynir Gunnlaugsson 4, Styrmir Sigurðarson 3, Þorfinnur Máni Björnsson 2, Stefán Scheving Guðmundsson 2, Agnar Ingi Rúnarsson 2, Daníel Örn Griffin 1.
Varin skot: Daníel Andri Valtýsson 5, 17,2% – Bjarki Garðarsson 1, 14,3%.

Vonbrigði að leika okkar lélegustu 40 mínútur á tímabilinu

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -