- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Stimpluðu sig af öryggi inn í milliriðla

Íslenska landsliðið mætir landsliði Sviss á HM í dag. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Íslenska landsliðið í handknattleik tryggði sér sæti í milliriðlakeppni HM í handknattleik í kvöld með sigri á landsliði Marokkó, 31:23, í New Capital Sports Hall í Kaíró. Fyrir utan upphafs mínúturnar var íslenska landsliðið með tögl og hagldir í leiknum og sigurinn var aldrei í hættu þótt aldrei myndaðist sá stórkostlegi markamunur sem var á milli Íslands og Alsír í fyrrakvöld. Fimm marka munur var í hálfleik, 15:10.


Íslands mætir að öllum líkindum Sviss í fyrstu umferð milliriðlakeppninnar á miðvikudagskvöld, þá Frakklandi á föstudagskvöld og loks Noregi á sunndag.
Upphafsmínúturnar voru ekki eins leiftrandi og gegn Alsír í fyrrakvöld. Sóknaleikurinn var aðeins staðari og meira um mistök manna en þá. Varnarleikurinn var erfiður enda reyndu Marokkómenn að leika eins langar sóknir og mögulegt var og reyna þannig á þolrif íslensku varnarmannanna eins og kostur var. Björgvin Páll var vel með á nótunum í markinu frá fyrstu mínútu og endaði hálfleikinn með níu varin skot.
Leikur Marokkómanna var svipaður á upphafskaflanum og hann var í tveimur fyrstu leikjunum. Þeir byrja af krafti en síðan dregur af þeim eftir því sem á líður leikina og dregur úr þrekinu.

Íslenska liðið komst í fyrsta sinn yfir, 6:5, eftir 14 mínútna leik með marki Viggós Kristjánssonar. Eftir það náði íslenska liðið þriggja til fimm marka forystu sem það hélt til loka hálfleiksins en þá stóð, 15:10. Ef ekki hefði verið fyrir nokkur óþarfa mistök og síðan ágætan markvörður Marokkó Yassine Idrysse hefði munurinn hæglega getað verið tíu mörk. Ekki var sóknarleikurinn að draga lið Marokkó áfram. Hann var bitminni eftir sem lengra leið á hálfleikinn.

epa08947297 Players of Iceland celebrate after the match between Iceland and Morocco at the 27th Men’s Handball World Championship in Cairo, Egypt, 18 January 2021. EPA-EFE/Khaled Elfiqi / POOL


Marokkóbúar byrjuðu síðari hálfleikinn fjörlega. Höfðu greinilega endurheimt þrek í hálfleikshléinu. Þeim tókst að sauma að íslenska liðinu og strax eftir fimm mínútur var staðan orðin, 18:15. Fljótlega skildu þó leiðir aftur og þegar tíu mínútur voru liðnar af hálfleiknum var munurinn orðinn sjö mörk, 22:15. Ónákvæmur sóknarleikur íslenska liðsins á kafla gerði að verkum að Marokkómönnum tókst að minnka muninn i fjögur mörk, 22:18.

Þeir voru hinsvegar iðnir við klaufabrotin og fengu þrjú rauð spjöld og eitt blátt í kaupbæti.
Eftir það leið leikurinn jafnt og þétt til leiksloka.

Mörk Íslands: Ólafur Andrés Guðmundsson 6, Viggó Kristjánsson 6, Gísli Þorgeir Kristjánsson 5, Bjarki Már Elísson 3/1, Kristján Örn Kristjánsson 2, Sigvaldi Björn Guðjónsson 2, Elvar Örn Jónsson 2, Arnar Freyr Arnarsson 1, Ýmir Örn Gíslason 1, Elliði Snær Viðarsson 1, Arnór Þór Gunnarsson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 13/1, Ágúst Elí Björgvinsson 4.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -