Óðinn Þór Ríkharðsson og samherjar í danska úrvalsdeildarliðinu Holstebro stimpluðu sig af krafti inn í toppbaráttuna í deildinni í kvöld þegar þeir lögðu meistaraliðið Aalborg Håndbold, 33:31, á heimavelli í 14. umferð. Holstebro var tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik. Liðið hefur nú 20 stig að loknum 14 leikjum og er aðeins þremur stigum á eftir Aalborg. GOG er í öðru sæti, tveimur stigum á undan Holstebro en hefur aðeins lokið 14 leikjum. Eins og kom fram á handbolti.is í gær er ekki sennilegt að liðið taki þátt í leikjum á næstunni.
Óðinn Þór skoraði fimm mörk í sex skotum. Þar á meðal innsiglaði hann sigurinn með 33. markinu tveimur sekúndum áður en leiktíminn rann út.
Þetta var annað tap Aalborg Håndbold í deildinni á leiktíðinni. GOG er eina taplausa lið deildarinnar um þessar mundir.
Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Álaborgarliðsins.
Mörk TTH Holstebro : Magnus Bramming 7, Kay Smits 6, Aaron Mensing 5, Óðinn Þór Ríkharðsson 5, Johan Meklenborg 4, Christoffer Cichosz 2, Jesper Munk 2, Jonas Porup 2.
Mörk Aalborg Håndbold : Felix Claar 7, Nikolaj Læsø 5, Magnus Saugstrup 3, Lukas Sandell 3, Henrik Møllgaard 3, Buster Juul 3, Rene Antonsen 2, Mads Christiansen 2, Mark Strandgaard 1, Mikael Aggefors 1, Jonas Samuelsson 1.
Staðan í dönsku úrvalsdeildinni:
Aalborg 23(14), GOG 22(12), Holstebro 20(14), Bjerringbro/Silkeborg 19(14), SönderjyskE 15(14), Skjern 15(14), Skanderborg 14(14), Mors Thy 13(14), Kolding 13(14), Århus 12(14), Fredericia 12(13), Ribe-Esbjerg 9(14), Ringsted 3(13), Lemvig 2(14).