Stiven Tobar Valencia kemur inn í íslenska landsliðið í dag sem tekur þátt í leiknum við Argentínu í síðustu umferð milliriðlakeppni HM handknattleik í dag. Sigvaldi Björn Guðjónssson verður utan liðsins í staðinn en hann hefur tekið þátt í síðustu leikjum Íslands á mótinu. Einnig verður Sveinn Jóhannsson áfram utan leikmannahópsins sem tekur þátt í leikjum mótsins.
Stiven Tobar kom til móts við íslenska liðið síðdegis á föstudaginn vegna meiðsla Bjarka Más Elíssonar.
Leikur Íslands og Argentínu hefst klukkan 14.30 í Zagreb Arena.
Markverðir:
Björgvin Páll Gústavsson, Valur (280/25).
Viktor Gísli Hallgrímsson, Wisla Plock (67/1).
Aðrir leikmenn:
Aron Pálmarsson, Veszprém (176/694).
Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia HK (18/5).
Elliði Snær Viðarsson, Vfl Gummersbach (57/122).
Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (86/198).
Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (67/150).
Haukur Þrastarson, Dinamo București (40/56).
Janus Daði Smárason, Pick Szeged (93/161).
Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen (49/140).
Orri Freyr Þorkelsson, Sporting Lissabon (23/70).
Stiven Tobar Valencia, Benfica (17/18).
Sveinn Jóhannsson, Kolstad (16/26).
Teitur Örn Einarsson, Vfl Gummersbach (43/41).
Viggó Kristjánsson, HC Erlangen (66/203).
Ýmir Örn Gíslason, Frisch Auf Göppingen (99/43).
Þorsteinn Leó Gunnarsson, FC Porto (12/19).