Stjarnan komst í kvöld í átta liða úrslit bikarkeppni HSÍ í karlaflokki eftir nauman sigur á FH, 24:23, í Kaplakrika. FH-ingar voru nánast hársbreidd frá að krækja í framlengingu en Einar Bragi Aðalsteinsson átti þrumuskot sem hafnaði í þverslá Stjörnumarksins úr aukakasti eftir að leiktíminn var úti.
Einnig unnu Afturelding, Fram og Haukar leiki sína í kvöld.
Staðan var jöfn 11:11 að loknum fyrri hálfleik eftir að Stjarnan hafði byrjað leikinn illa og lent fjórum mörkum undir, 7:3. Patrekur Jóhannesson þjálfari Stjörnunni breytti yfir í sjö manna sóknarleik. Breytingin hafði góð áhrif á leik hans liðsins sem jafnaði 7:7.
Í síðari hálfleik var Stjarnan ívíð sterkari í mjög jöfnum leik. Tandri Már Konráðsson átti frábæran endasprett og skoraði þrjú síðustu mörk Stjörnunnar. Annars var Starri Friðriksson mjög öflugur hjá Stjörnunni. Hann skoraði sex mörk og dreif félaga sína áfram.
Maraþonleikur og vítakakeppni
Eftir maraþonleik, sem var tvíframlengdur, að viðbættri vítakeppni í viðureign HK og Aftureldingar í Kórnum hafði Aftureldingu betur, 44:43. HK gaf ekki þumlung eftir í leiknum og ljóst að liðið er ekki að ástæðulausu með nokkra yfirburði í Grill 66-deild karla.
Sigurbergur með í Eyjum
Framarar fóru til Vestmannaeyja og unnu ÍBV 2 í hörkuleik þar sem Sigurbergur Sveinsson tók fram skóna og lék með ÍBV liðinu. Þátttaka hans kom ekki í veg fyrir sigur Framara, 48:29, sem taka sæti í átta liða úrslitum en Eyjaliðið verður að reyna aftur að ári.
Guðmundur og Birgir nýttu tækifærið
Eyjamennirnir Guðmundur Ásgeir Grétarsson og Birgir Reimar Rafnsson tóku þátt í leiknum af miklum dugnaði og tókst að skora góð mörk. Þeir verða aftur í eldlínunni á laugardaginn klukkan 17 þegar árlegur stjörnuleikur fer fram í Vestmannaeyjum. Ljóst að þeir eru tilbúnir í slaginn enda æft vel í vetur.
HK – Afturelding 43:44 (14:12, 30:30).
Mörk HK: Hjörtur Ingi Halldórsson 9, Júlíus Flosason 7, Aron Gauti Óskarsson 6, Kristófer Ísak Bárðarson 5, Kristján Ottó Hjálmsson 5, Sigurður Jefferson Guarino 5, Símon Michael Guðjónsson 3, Arnór Róbertsson 2, Pálmi Fannar Sigurðsson 1.
Varin skot: Sigurjón Guðmundsson 20.
Mörk Aftureldingar: Árni Bragi Eyjólfsson 13, Þorsteinn Leó Gunnarsson 12, Einar Ingi Hrafnsson 6, Ihor Kopyshynskyi 5, Stefán Scheving Guðmundsson 2, Birkir Benediktsson 2, Sveinn Aron Sveinsson 2, Blær Hinriksson 1, Úlfar Páll Monsi Þórðarson 1.
Varin skot: Brynjar Vignir Sigurjónsson 13, Jovan Kukobat 3.
FH – Stjarnan 23:24 (11:11).
Mörk FH: Ásbjörn Friðriksson 7, Jón Bjarni Ólafsson 4, Jóhannes Berg Andrason 4, Ágúst Birgisson 2, Einar Bragi Aðalsteinsson 2, Jakob Martin Ásgeirsson 2, Birgir Már Birgisson 1, Phil Döhler 1.
Varin skot: Phil Döhler 8, Axel Hreinn Hilmisson 2.
Mörk Stjörnunnar: Starri Friðriksson 6, Tandri Már Konráðsson 5, Gunnar Steinn Jónsson 3, Hergeir Grímsson 2, Leó Snær Pétursson 2, Þórður Tandri Ágústsson 2, Arnar Freyr Ársælsson 1, Brynjar Hólm Grétarsson 1, Hrannar Bragi Eyjólfsson 1, Pétur Árni Hauksson 1.
Varin skot: Arnór Freyr Stefánsson 5, Adam Thorstensen 1.
ÍBV 2 – Fram 29:48 (14:23).
Mörk ÍBV 2: Sigurbergur Sveinsson 9, Daði Magnússon 3, Garðar B. Sigurjónsson 3, Brynjar Karl Óskarsson 2, Hannes Haraldsson 2, Sigurður Bragason 2, Guðmundur Ásgeir Grétarsson 2, Birgir Reimar Rafnsson 1, Bergvin Haraldsson 1, Sæþór Jónsson 1, Halldór P. Geirsson 1, Jens Kristinn Elíasson 1, Baldur Georgsson 1.
Mörk Fram: Ívar Logi Styrmisson 12, Stefán Orri Arnalds 6, Stefán Darri Þórsson 5, Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 4, Ólafur Brim Stefánsson 4, Marko Coric 4, Kristófer Andri Daðason 3, Kjartan Þór Júlíusson 3, Breki Dagsson 2, Luka Vikucevic 2, Arnar Snær Magnússon 2, Alexander Már Egan 1.
Víkingur – Haukar 27:32 (13:13).
Mörk Víkings: Marinó Gauti Gunnlaugsson 8, Andri Berg Haraldsson 3, Guðjón Ágústsson 3, Jóhann Reynir Gunnlaugsson 3, Halldór Ingi Óskarsson 3, Agnar Ingi Rúnarsson 2, Arnar Gauti Grettisson 1, Gunnar Valdimar Johnsen 1, Jón Hjálmarsson 1, Igor Mrsulja 1, Styrmir Sigurðarson 1.
Varin skot: Bjarki Garðarsson 10.
Mörk Hauka: Guðmundur Bragi Ástþórsson 8, Adam Haukur Baumruk 5, Andri Fannar Elísson 5, Stefán Rafn Sigurmannsson 5, Geir Guðmundsson 4, Andri Már Rúnarsson 2, Birkir Snær Steinsson 1, Össur Haraldsson 1, Heimir Óli Heimisson 1.
Varin skot: Magnús Gunnar Karlsson 6, Matas Pranckevicus 5.