- Auglýsing -
- Auglýsing -

Stjarnan: Dómurinn er sigur fyrir handboltann

Rakel Dögg Bragadóttir þjálfari Stjörnunnar og leikmenn ráða ráðum sínum inni á leikvellinum. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

„Við berum virðingu fyrir rökum varnaraðila í þessu máli en erum hins vegar algjörlega sannfærð um að þegar horft er framhjá skammtímahagsmunum þessara tveggja liða sem tókust á um þetta mál þá hafi handboltinn sigrað í þessu máli,“ segir m.a. í yfirlýsingu sem Stjarnan hefur sent frá sér vegna dóms áfrýjunardómstóls HSÍ frá í morgun þar sem staðfest er fyrri niðurstaða dómstólsins um að Stjarnan og KA/Þór skuli mætast á ný í Olísdeild kvenna í stað leiks liðanna í TM-höllinni 13. febrúar.

Yfirlýsingu Stjörnunnar í heild sinni má lesa hér fyrir neðan:

Dómur er fallinn – Leikurinn verður leikinn aftur.

Við í stjórn handknattleiksdeildar Stjörnunnar teljum dóm áfrýjunardómstóls HSÍ í máli 1/2021 um að leikur Stjörnunnar KA/Þórs skuli leikinn aftur vera sigur fyrir handboltann sem íþrótt. Það sem gerist á vellinum skal ráða til um úrslit leikja frekar en formsatriði við ritun skýrslu.

Það er hins vegar alveg ljóst að forðast eigi atvik sem þessi með öllum tiltækum ráðum og er áminning til allra liða á landinu. Atvik sem þetta hafa komið fyrir áður og við þurfum öll að sameinast um það að öllum ráðum sé beitt til forðast að þau endurtaki sig.

Handknattleiksdeild Stjörnunnar tekur þetta mál mjög alvarlega og hefur gripið til aðgerða til að vinna gegn mistökum sem þessum. Vinnubrögð á ritaraborði hafa verið skilgreind mun betur og því komið í ferli að eftirlit með lykiltölum og samanburður á milli ritaraborðs og HBstats sé í föstum skorðum. Uppsetning verður með þeim hætti í framtíðinni að unnt verði að bregðast við strax ef upp kemur misræmi í skráningum.

Við berum virðingu fyrir rökum varnaraðila í þessu máli en erum hins vegar algjörlega sannfærð um að þegar horft er framhjá skammtímahagsmunum þessara tveggja liða sem tókust á um þetta mál þá hafi handboltinn sigrað í þessu máli.

Það eru hörkuleikir framundan í öllum deildum og mikið fagnaðarefni að handboltinn sé farinn af stað að nýju með tilslökunum yfirvalda.

Megi besta liðið sigra, skíni Stjarnan.

f.h. hönd handknattleiksdeildar Stjörnunnar

Lárus Halldórsson,

varaformaður Handknattleiksdeildar UMF Stjörnunnar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -