- Auglýsing -
Stjarnan stendur vel að vígi á UMSK-móti kvenna í handknattleik eftir að hafa lagt HK í kvöld með þriggja marka mun í annarri umferð mótsins, 32:29. Leikurinn fór fram í Kórnum.
Stjarnan hefur þar með tvo vinninga eftir að loknum tveimur viðureignum.
Að sinni er ekki fleira um leikinn að segja annað en gert var stundum í dagblöðum um og eftir miðja síðustu öld. Meira á morgun.
Staðan í UMSK-móti kvenna:
Stjarnan | 2 | 2 | 0 | 0 | 63 – 56 | 4 |
Afturelding | 2 | 1 | 0 | 1 | 55 – 58 | 2 |
Grótta | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
HK | 2 | 0 | 0 | 2 | 56 – 60 | 0 |
Næsti leikur mótsins verður í TM-höllinni á fimmtudaginn þegar Grótta sækir Stjörnuna heim. Leikurinn hefst klukkan 18.
- Auglýsing -