- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Stjarnan fór illa með KA-menn

Patrekur Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Stjarnan varð fyrst liða til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum Coca Cola-bikarsins í handknattleik karla í kvöld. Það gerði Stjarnan með öruggum sigri á KA, 34:30, í TM-höllinni í Garðabæ. Stjörnumenn voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, 15:11, eftir að unglingalandsliðsmarkvörðurinn Adam Thorstensen hafði dregið bitið úr KA-mönnum með því að verja tvö vítaköst undir lok hálfleiksins. Fyrsta frá Einar Rafni Eiðssyni og síðan frá Óðni Þór Ríkharðssyni.

Hafþór Már Vignisson, leikmaður Stjörnunnar fékk beint rautt spjald, síðla í síðari hálfleik fyrir brot á Arnóri Ísak Haddsyni.


KA átti í fullu tré við Stjörnuna framan af leiknum. Sterkur varnarleikur Stjörnuliðsins sló KA-menn alveg út af laginu. Ekki bætti úr skák fyrir KA þegar Ólafur Gústafsson fór meiddur af leikvelli eftir um stundarfjórðung.
Garðbæingar voru með tögl og hagldir allan síðari hálfleikinn. Þeir náðu mest átta marka forskoti. KA-menn voru langt á eftir og voru aldrei líklegir til að ógna sigur heimamanna þótt Akureyringum tækist að saxa aðeins niður átta marka forystu Stjörnunnar á lokakaflanum.


Mörk Stjörnunnar: Dagur Gautason 7, Tandri Már Konráðsson 7, Þórður Tandri Ágústsson 7, Leó Snær Pétursson 6, Björgvin Þór Hólmgeirsson 4, Hafþór Vignisson 2, Hrannar Bragi Eyjólfsson 1.


Mörk KA: Jón Heiðar Sigurðsson 10, Einar Rafn Eiðsson 8, Óðinn Þór Ríkharðsson 7, Patrekur Stefánsson 3, Arnór Ísak Haddsson 1, Pætur Mikkjalsson 1.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -