- Auglýsing -
- Auglýsing -

Stjarnan fór upp að hlið ÍBV

Elísabet Gunnarsdóttir var markahæst hjá Stjörnunni í sigurleiknum á Aftureldingu í dag. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Stjarnan komst upp að hlið ÍBV með 16 stig í fimmta til sjötta sæti Olísdeildar kvenna með öruggum sigri á Aftureldingu, 35:26, í 17. umferð deildarinnar á Varmá í dag. ÍBV á tvo leiki til góða á Stjörnuna.

Stjörnukonur voru fimm mörkum yfir í hálfleik, 18:13. Afturelding er án stiga í neðsta sæti.


Sigur Stjörnunnar var aldrei í hættu. Forskot liðsins jókst jafnt og þétt framan af síðari hálfleik og var m.a. 11 mörk þegar síðari hálfleikur var hálfnaður. Eins og oft áður þá var varnarleikur og þar af leiðandi markvarsla Akkílesarhæll Aftureldingar.


Mörk Aftureldingar: Sylvía Björt Blöndal 8/1, Susan Ines Gamboa 7/4, Drífa Garðarsdóttir 3, Katrín Helga Davíðsdóttir 2, Lovísa Líf Helenudóttir 2, Brynja Rögn Fossberg Ragnarsdóttir 2, Kristín Arndís Ólafsdóttir 1, Hrafnhildur Hólm Guðnadóttir 1.
Varin skot: Eva Dís Sigurðardóttir 1, 3,7% – Tanja Glóey Þrastardóttir 1, 10%.

Mörk Stjörnunnar: Elísabet Gunnarsdóttir 7/5, Anna Karen Hansdóttir 7, Helena Rut Örvarsdóttir 6, Elena Elísabet Birgisdóttir 5, Eva Björk Davíðsdóttir 4, Hanna Guðrún Stefánsdóttir 4, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 1, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 1.
Varin skot: Darija Zecevic 13/2, 38,2% – Elín Eyfjörð 3, 37,5%.

Öll tölfræði leiksins er hjá HBStatz.

Stöðu og næstu leiki í Olísdeild kvenna er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -