Stjarnan hefur náð samkomulagi við finnsku handknattleikskonuna Julia Lönnborg um að leika með liði félagsins í Olísdeildinni í Poweradebikarnum á næstu leiktíð. Hún er línumaður auk þess að vera traustur varnarmaður.
Lönnborg æfði á dögunum með Stjörnunni og leist svo vel á að hún ákvað að slá til og flytja til Íslands í sumar og leika með Stjörnunni á næsta keppnistímabili.
Lönnborg kemur til Stjörnunnar í gegnum samstarf við sænska úrvalsdeildarliðið Skuru en hún hefur leikið með liði félagsins en einnig Tyresö Handboll, eftir því sem fram kemur í tilkynningu Stjörnunnar.
Lönnborg, sem stendur á þrítugu, er af finnsku bergi brotin en er uppalin í Svíþjóð. Undanfarin áratug hefur Lönnborg leikið 27 landsleiki fyrir sænska landsliðið.
„Julia mun styrkja okkar lið og það sem ég hef séð af henni lofar góðu, öflugur leiðtogi, frábær varnarmaður, hún er leikmaður sem gaman verður að fylgjast með í íslensku deildinni næsta haust,“ er haft eftir Patreki Jóhannessyni þjálfara meistaraflokks Stjörnunnar í tilkynningu í morgun.