- Auglýsing -
- Auglýsing -

Stjarnan hóf UMSK-mótið á sigurleik

Starri Friðriksson skoraði sjö mörk fyrir Stjörnuna í sigri á HK á UMSK-mótinu í morgun. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Leikmenn HK og Stjörnunnar tóku daginn snemma í dag og mættust á UMSK-mótinu í handknattleik karla í Kórnum fyrir hádegið. Eftir hörkuleik þá voru Stjörnunmenn sterkari og unnu með þriggja marka mun, 30:27, eftir að hafa verið marki yfir í hálfleik, 14:13.


Þetta var annar leikur HK í mótinu en sá fyrsti hjá Stjörnumönnum. HK tapaði fyrir Aftureldingu í fyrstu umferð á fimmtudagskvöld í viðureign sem einnig fór fram í Kórnum.

Starri Friðriksson var atkvæðamestur Stjörnumanna með sjö mörk. Tandri Már Konráðsson kom honum næstur með fimm mörk. Benedikt Þorsteinsson skoraði fjögur mörk fyrir HK. Ari Sverrir Magnússon, Aron Gauti Óskarsson og Styrmir Máni Arnarsson skoruðu þrjú mörk hver.

Sigurður Dan Óskarsson varði 14 skot í marki Stjörnunnar. Róbert Örn Karlsson og Sigurjón Guðmundsson vörðu samanlagt 11 skot í marki HK samkvæmt HBStatz.

Næsti leikur í UMSK-móti karla fer fram á þriðjudaginn þegar Afturelding sækir Gróttu heim í Hertzhöllin klukkan 19.30.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -