Selfoss vann ævintýralegan sigur á Haukum í 15. umferð Olísdeildar karla í Sethöllinni á Selfossi í kvöld, 31:28. Haukar voru fjórum mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 19:15.
Selfoss skoraði þrjú síðustu mörkin.
Rasimas var frábær
Selfossliðið komst í fyrsta sinn yfir, 23:22, þegar um 12 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Vilius Rasimas, sem skrifaði undir nýjan samning við Selfoss fyrir um viku hélt upp á áfangann með því að eiga stjörnuleik. Hann varð 19 skot, 40% markvörslu og reyndist leikmönnum Haukar afar erfiður. Guðjón Baldur Ómarsson skoraði átta mörk í níu skotum.
Raunir Hauka halda þar með áfram. Liðið er í áttunda sæti en Selfoss færðist upp í fimmta til sjötta sæti.
Stjarnan var mun sterkari en Grótta í síðari hálfleik í TM-höllinni í kvöld í hinni viðureign kvöldsins í Olísdeildinni. Fyrri hálfleik var lengst af jafn og aðeins munaði einu marki að honum loknum, 15:14. Stjörnumenn tók hinsvegar frumkvæðið í síðari hálfleik og gáfu ekki þumlung eftir.
Stjarnan færðist upp í fjórða sæti deildarinnar. Grótta er í 9. sæti með 11 stig eins og KA sem er í 10. sæti.
Leik ÍR og ÍBV var frestað. Annað kvöld eigast við Afturelding og Fram að Varmá.
Selfoss – Haukar 31:28 (15:19).
Mörk Selfoss: Guðmundur Hólmar Helgason 9, Guðjón Baldur Ómarsson 8, Ísak Gústafsson 4, Einar Sverrisson 3, Sölvi Svavarsson 1, Ragnar Jóhannsson 1, Atli Ævar Ingólfsson 1, Richard Sæþór Sigurðsson 1, Elvar Elí Hallgrímsson 1, Hannes Höskuldsson 1, Sverrir Pálsson 1.
Varin skot: Vilius Rasimas 19/1, 40,4%.
Mörk Hauka: Andri Már Rúnarsson 10, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 6, Ólafur Ægir Ólafsson 4, Adam Haukur Baumruk 3, Heimir Óli Heimisson 2, Stefán Rafn Sigurmannsson 2/1, Össur Haraldsson 1.
Varin skot: Matas Pranckevicus 7/1, 21,9% – Magnús Gunnar Karlsson 2, 25%.
Stjarnan – Grótta 31:27 (15:14)
Mörk Stjörnunnar: Starri Friðriksson 5/3, Þórður Tandri Ágústsson 5, Gunnar Steinn Jónsson 4, Hergeir Grímsson 4, Björgvin Þór Hólmgeirsson 3, Hjálmtýr Alfreðsson 2, Tandri Már Konráðsson 2, Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson 2, Pétur Árni Hauksson 2, Jóhann Karl Reynisson 1, Ari Sverrir Magnússon 1.
Varin skot: Sigurður Dan Óskarsson 10/2, 37% – Adam Thorstensen 3/1, 23,1%.
Mörk Gróttu: Birgir Steinn Jónsson 8, Theis Koch Søndergard 7, Hannes Grimm 3, Daníel Örn Griffin 2, Lúðvík Thorberg Arnkelsson 2, Jakob Ingi Stefánsson 2, Andri Þór Helgason 2, Ari Pétur Eiríksson 1.
Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 12/1, 25%.
Handbolti.is var leikjavakt og fylgdist með framvindu leikjanna tveggja í kvöld.