- Auglýsing -
- Auglýsing -

Stjarnan í undanúrslit í fjórða sinn á fimm árum

Tandri Már Kornáðsson fyrirliði Stjörnunnar og félagar mæta í oddaleik að Varmá á þriðjudaginn. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Stjarnan tryggði sér sæti í undanúrslitum Poweradebikars karla í handknattleik síðdegis með því að leggja KA í Mýrinni í Garðabæ, 26:23. Þetta er í fjórða sinn á síðustu fimm árum sem karlalið Stjörnunnar nær a.m.k. í undanúrslit bikarkeppninnar. Stjarnan var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 12:10.

Mikil spenna var í leiknum lengst af en hún jókst verulega síðustu 10 mínúturnar eftir að KA jafnaði metin, 20:20. Svo virtist sem KA væri að ná yfirhöndinni. Svo var ekki.

Í framhaldinu áttu Akureyringar möguleika á að komast yfir en lánaðist það ekki. Stjarnan náði þriggja mark forskoti eftir mikla baráttu, 24:21, þegar tvær og hálf mínúta var til leiksloka. KA-menn fóru þá í leika maður á mann í vörninni og sjö á sex í sókninni. Þeir minnkuðu muninn í eitt mark, 24:23, og hefðu með meiri nákvæni getað jafnað metin. Þess í stað kom Hergeir Grímsson Stjörnunni tveimur mörkum yfir þegar 40 sekúndur voru til leiksloka. Þar með var björninn unninn.

Þetta var fyrst og fremst baráttuleikur tveggja liða sem þráðu heitt sæti í undanúrslitum. Sennilega skilaði reynslan Stjörnunni áfram.

Mörk Stjörnunnar: Tandri Már Konráðsson 11/3, Benedikt Marinó Herdísarson 4, Daníel Karl Gunnarsson 3, Jón Ásgeir Eyjólfsson 2, Haukur Guðmundsson 2, Hergeir Grímsson 1, Pétur Árni Hauksson 1, Egill Magnússon 1, Sigurður Jónsson 1.
Varin skot: Adam Thorstensen 14, 38,9% – Sigurður Dan Óskarsson 0.

Mörk KA: Jens Bragi Bergþórsson 6, Einar Rafn Eiðsson 6/2, Dagur Árni Heimisson 5, Ott Varik 3, Skarphéðinn Ívar Einarsson 1, Daði Jónsson 1, Magnús Dagur Jónatansson 1.
Varin skot: Bruno Bernat 15/1, 36,6%.

Annað kvöld mætast Haukar og FH á Ásvöllum klukkan 19.30. Átta liða úrslitum Poweradebikarsins lýkur á miðvikudaginn með viðureign Vals og Selfoss á Hlíðarenda. Sú viðureign hefst einnig klukkan 19.30.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -