- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Stjarnan leggur inn kæru – notast var við farsíma

Dómarar skoða upptöku af sjónvarpsskjá. Mynd/Raggi Óla
- Auglýsing -


Í annað sinn á skömmum tíma hefur framkvæmd leiks í Olísdeild karla verið kærð. Vísir segir frá því í dag að Stjarnan hafi lagt inn kæru vegna framkvæmdar á viðureign liðsins við HK í 12. umferð Olísdeildar sem fram fór á föstudaginn.

Skoðuðu upptöku á farsíma

Dómarar leiksins dæmdu vítakast eftir að leiktíminn var útrunninn en þá höfðu þeir í drjúga stund skoðað upptöku úr farsíma starfsmanns leiksins, eftir því sem frá segir á Vísir.

Stjarnan telur að hvorki hafi dómarar heimild til þess að nýta sér upptökur úr farsímum né hafi þeir gefið merki um að þeir hefðu í hyggju að nýta sér hugsanlega upptöku til þess að staðfesta dóm sinn. Að skoða upptöku í farsíma brýtur í bága við reglur um myndbandsdómgæslu. Úr vítakastinu sem dæmt var eftir rekistefnuna jafnaði HK metin, 27:27.

Skal byggjast á því sem þeir sjá

„Reglur um myndbandsdómgæslu kveða á um að dómarar hafi heimild til að skoða atvik á sjónvarpsskjá þegar þeir hafa ekki getað séð atvikið á vellinum í heild sinni eða þurfa að endurskoða það vegna mikils vafa um rétta ákvörðun, en ákvarðanir þeirra skulu ávallt byggjast á því sem þeir sjá á vellinum,“ hefur Vísir eftir Sigurjóni Hafþórssyni formanni handknattleiksdeildar Stjörnunnar.

„Nauðsynlegt var því að kæra framkvæmdina, fá mat dómstóls HSÍ á málið, einkum til að tryggja að reglurnar verði virtar framvegis,“ segir Sigurjón ennfremur en nánar má lesa um málið á Visir.is.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -