- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Stjarnan leikur til úrslita á UMSK-mótinu

Patrekur Jóhannesson þjálfari Stjörnunnar. Mynd/Kristján Orri Jóhannsson
- Auglýsing -

Stjarnan lagði Gróttu nokkuð örugglega í annarri umferð UMSK-móts karla í handknattleik í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi í dag, 33:26, eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir eftir jafnan fyrri hálfleik, 16:14.

Stjarnan og Afturelding leika þar með til úrslita um UMSK-bikar karla í Garðabæ eftir viku. Bæði lið hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í mótinu en fjögur lið reyna með sér.


Eftir að Stjarnan skoraði fjögur af fyrstu fimm mörkum leiksins jafnaðist staðan. Jafnt var nánast á öllum tölum út hálfleikinn sem lauk reyndar á þremur mörkum í röð frá Garðbæingum.
Í síðari hálfleik velktust fáir í vafa um hvort liðið væri sterkara. Leikmenn Stjörnunnar hertu jafnt og þétt tökin og voru mest átta mörkum yfir.

Mörk Gróttu: Jakob Ingi Stefánsson 7, Ólafur Brim Stefánsson 4, Kári Kvaran 3, Áki Hlynur Andrason 2, Antoine Óskar Pantano 2, Ágúst Ingi Óskarsson 2, Ari Pétur Eiríksson 1, Ágúst Emil Grétarsson 1, Elvar Otri Hjálmarsson 1. Hannes Grimm 1, Jón Ómar Gíslason 1, Kári Benediktsson 1.
Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 9, Shuhei Narayama 7.

Mörk Stjörnunnar: Pétur Árni Hauksson 9, Starri Friðriksson 5, Daníel Karl Gunnarsson 3, Egill Magnússon 3, Hergeir Grímsson 3, Tandri Már Konráðsson 3, Haukur Guðmundsson 2, Victor Máni Matthíasson 2, Þórður Tandri Ágústsson 2, Kristján Helgi Tómasson 1.
Varin skot: Sigurður Dan Óskarsson 15.

UMSK-mót karla – leikir – staðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -