Fyrri viðureignin Stjörnunnar og CS Minauer Baia Mare í forkeppni Evrópudeildar karla í handknattleik fer fram laugardaginn 30. ágúst í Maramures í Rúmeníu. Flautað verður til leiks klukkan 15. Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur staðfest leikdag og tíma á heimasíðu keppninni.
Enn hefur ekki verið staðfest hvort síðari leikurinn verður 6. eða 7. september á heimavelli Stjörnunnar. Samanlagður sigurvegari leikjanna tveggja tekur sæti í C-riðli Evrópudeildarinnar sem hefst í október.
Valur mætti CS Minauer Baia Mare í undanúrslitum Evrópubikarkeppni karla í handknattleik vorið 2024. Valur vann báða leiki, 30:24, í Rúmeníu og 36:28 á Hlíðarenda.
Þorsteinn og félagar koma aftur til Íslands – Fram í hörkuriðli – Stjarnan bíður