Stjarnan stendur vel að vígi eftir fyrri leikinn við rúmenska liðið CS Minaur Baia Mare í forkeppni Evrópudeildar karla í handknattleik í Rúmeníu. Viðureigninni í Baia Mare lauk með jafntefli, 26:26. Ísak Logi Einarsson skoraði jöfnunarmarkið þegar 20 sekúndur voru eftir af leiktímanum.
Síðari viðureignin fer fram í Hekluhöllinni á laugardaginn eftir viku. Samanlagður sigurvegari leikjanna tveggja tekur sæti í C-riðli Evrópudeildarinnar sem hefst í október.
Stjarnan hóf leikinn afar vel og var fjórum mörkum yfir, 8:4, eftir stundarfjórðung. Heimamenn sóttu í sig veðrið og komst yfir 11:10, og voru marki yfir í hálfleik, 15:14.
Aftur byrjaði Stjarnan af krafti í upphafi síðari hálfleiks og var mest með fimm marka forskot, 21:16. Leikmenn Minaur Baia Mare létu ekki hug falla og jöfnuðu metin. Síðustu 10 mínúturnar voru afar spennandi og skiptust liðin á um að vera marki yfir allt þar til í blálokin er Ísak Logi jafnaði metin.
Mörk Stjörnunnar: Gauti Gunnarsson 5, Jóhannes Bjørgvin 4, Hans Jörgen Ólafsson 4, Ísak Logi Einarsson 3, Starri Friðriksson 3, Benedikt Marinó Herdísarson 3, Jóel Bernburg 2, Pétur Árni Hauksson 2.
Úrslit í forkeppninni í dag:
Mors Thy – St Raphaël 32:45 (15:23).
-Hlynur Leifsson var eftirlitsmaður á leiknum.
Minaur Baia Mare – Stjarnan 26:26 (15:14).
Glogow – Karlskrona 30:33 (12:16).
– Arnór Viðarsson skoraði þrjú mörk fyrir Karlskrona.
Gorenje – HC Kriens 25:27 (8:12).
Partizan – Karvina 31:27 (16:15).
Bidasoa Irun – ABC de Braga 35:26 (16:11).
RK Medjimurje – Bern 28:31 (15:13).
Skanderborg – Martimo 28:25 (22:12).
-Kristján Örn Kristjánsson, Donni, skoraði sex mörk fyrir Skanderborg.
Leikir í forkeppninni á morgun:
Elverum – Bathco Bm. Torrelavega.
-Tryggvi Þórisson verður með Elverum.
HK Malmö – IK Sävehof.
-Birgir Steinn Jónsson leikur með IK Såvehof.
-Svavar Ólafur Pétursson og Sigurður Hjörtur Þrastarson dæma leikinn.
Hannover-Burgdorf – RK Alkaloid.
-Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari H.Burgdorf.
-Úlfar Páll Monsi Þórðarson leikur með Alkaloid.
MRK Dugo Selo – MRK Sesvete.