- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Stjörnuleikur hjá Viggó

Viggó Kristjánsson skoraði átta mörk í dag. Mynd/Stuttgart
- Auglýsing -

Viggó Kristjánsson átti stjörnuleik í kvöld þegar Stuttgart vann Hannover Burgdorf, 31:26, og komst upp í annað sæti þýsku 1. deildarinnar í handknattleik. Viggó skoraði 10 mörk fyrir Stuttgart-liðið og var markahæsti leikmaður vallarins. Tvö marka sinna skoraði hann úr vítaköstum. Honum brást bogalistin aðeins í einu skoti.

Elvar Ásgeirsson, sem einnig leikur með Stuttgart, fékk ekki mörg tækifæri í sóknarleiknum fremur en í fyrri leikjum liðsins í deildinni fram til þessa á leiktíðinni.

Stuttgart, sem var sex mörkum yfir í hálfleik í kvöld, 15:9, er þar með komið með 11 stig eftir átta leiki, er þremur stigum á eftir Rhein-Neckar Löwen sem vann Lemgo í kvöld, 26:18. Kiel og Flensburg eru einu stigi á eftir Stuttgart en eiga tvo leiki hvort til góða á Löwen og Stuttgart.

Í þriðja leik kvöldsins í þýsku 1. deildinni vann Erlangen liðsmenn Ludwigshafen, 30:26, á útivelli.

Staðan, stig og fjöldi leikja innan sviga:

Rhein-Neckar Löwen 14(8), Stuttgart 11(8), Kiel 10(6), Flensburg 10(6), Melsungen 9(6), Erlangen 9(8), Magdeburg 8(7), Wetzlar 8(7), Lemgo 8(8), Leipzig 7(6), Bergischer 7(6), Füchse Berlin 7(6), Göppingen 6(5), Hannover Burgdorf 6(7), Nordhorn 4(7), Minden 3(6), Ludwigshafen 3(8), Essen 2(5), Balingen 2(7), Coburg 0(7).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -