- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Stjörnumenn léku sér að liði Fram

- Auglýsing -

Stjarnan yfirspilaði Fram í viðureign liðanna í 11. umferð Olísdeildar karla í handknattleik á heimavelli í Fram í kvöld. Lokatölur voru 33:24 en mestur var munurinn 14 mörk. Staðan í hálfleik var 21:15.


Leikmenn Fram voru heillum horfnir, ekki síst í síðari hálfleik þegar leikur þeirra var í handaskolum. Stjörnumenn, sem hafa átt á brattann að sækja upp á síðkastið, léku við hvern sinn fingur og unnu verðskuldaðan stórsigur. Sigurinn færði Stjörnuna upp í sjöunda sæti Olísdeildar. Framarar verða að bíta í það súra epli að sitja í staðinn í 8. sæti þegar þeir hafa lokið helmingi leikja sinna í deildinni.

Stjarnan var yfir frá byrjun. Leikur liðsins var hraður og skemmtilegur meðan slen var yfir Framliðinu sem virtist ekki hafa jafnað sig eftir Evrópuleikinn við HC Kriens Luzern á þriðjudagskvöld.

Stjörnumenn voru sex mörkum yfir í hálfleik, 21:15. Um miðjan síðari hálfleik var forskot Stjörnunnar komið í 11 mörk, 27:16. Áfram seig á ógæfuhliðina hjá leikmönnum Fram sem voru um skeið 14 mörkum undir, 33:19.


Mörk Fram: Eiður Rafn Valsson 5, Dánjal Ragnarsson 4, Ívar Logi Styrmisson 3/3, Viktor Sigurðsson 3, Theodór Sigurðsson 2, Dagur Fannar Möller 1, Rúnar Kárason 1, Tindur Ingólfsson 1, Erlendur Guðmundsson 1, Sigurður Bjarki Jónsson 1, Kjartan Þór Júlíusson 1.
Varin skot: Arnór Máni Daðason 9, 31% – Breki Hrafn Árnason 4, 22,2%.

Mörk Stjörnunnar: Jóel Bernburg 6, Hans Jörgen Ólafsson 5, Benedikt Marinó Herdísarson 5/4, Starri Friðriksson 3, Gauti Gunnarsson 3, Pétur Árni Hauksson 3, Barnabás Rea 3, Daníel Karl Gunnarsson 2, Patrekur Þór Guðmundsson Öfjörð 2, Matthías Dagur Þorsteinsson 1, Ólafur Brim Stefánsson 1.
Varin skot: Adam Thorstensen 11, 36,7% – Sigurður Dan Óskarsson 0.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -