- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Stjörnumenn voru sterkari í Úlfarsárdal

Patrekur Jóhannesson þjálfari Stjörnunnar og liðsmenn hans fá leika við Valsmenn í átta liða úrslitum í kvöld. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Stjarnan færðist upp í fimmta sæti Olísdeildar karla í kvöld með þriggja marka sigri á Fram í Úlfarsárdal, 32:29, eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 16:14. Þetta var þriðji tapleikur Fram í röð og er liðið nú í sjötta sæti með 13 stig að loknum 12 leikjum eins og Stjarnan sem hefur leikið einum leik færra.


Stjarnan var sterkari í leiknum í kvöld. Liðið lék vel lengst af í kvöld og náði mest fimm marka forskoti í síðari hálfleik. Framliðinu tókst aðeins að kom til baka og minnka muninn í eitt mark, 28:27. Þar við sat.


Tandri Már Konráðsson reyndist leikmönnum Fram afar erfiður. Hann skoraði átta mörk með þrumuskotum. Eins skapaði hann mikinn usla í vörn Fram sem varð til þess að nokkuð losnaði um Þórð Tandra á línunni. Hann skoraði sex mörk úr sjö tilraunum. Adam Thorstensen var ágætur í markinu.


Varnarleikurinn varð Fram að falli að þessu sinni. Markvarslan var í takti við vörnina. Eins og í síðustu leikjum var skarð fyrir skildi af fjarveru Þorsteins Gauta Hjálmarssonar.


Mörk Fram: Reynir Þór Stefánsson 5, Stefán Darri Þórsson 5, Marko Coric 4, Ólafur Brim Stefánsson 4, Luka Vukicevic 2, Breki Dagsson 2, Alexander Már Egan 2/2, Ívar Logi Styrmisson 2, Stefán Orri Arnalds 2, Kristófer Dagur Sigurðsson 1.
Varin skot: Lárus Helgi Ólafsson 8/1, 24,2% – Arnór Máni Daðason 0.
Mörk Stjörnunar: Tandri Már Konráðsson 8, Þórður Tandri Ágústsson 6, Arnar Freyr Ársælsson 5, Hergeir Grímsson 4, Gunnar Steinn Jónsson 3, Pétur Árni Hauksson 3, Leó Snær Pétursson 2, Brynjar Hólm Grétarsson 1.
Varin skot: Adam Thorstensen 14/1, 33,3% – Arnór Freyr Stefánsson 0.

Staðan í Olísdeild karla:

Valur111001377 – 30920
Afturelding10622301 – 27514
FH10622291 – 28514
ÍBV11623368 – 33414
Stjarnan11533327 – 31413
Fram12534357 – 35413
Selfoss11515321 – 32911
Grótta10325269 – 2698
KA11326313 – 3318
Haukar10316290 – 2847
ÍR10217281 – 3425
Hörður110110317 – 3861
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -