Stórleikur Dags Gautasonar nægði norska liðinu ØIF Arendal ekki til þess að tryggja sæti í 16-liða úrslitum Evrópubikarkeppni karla í handknattleik í dag í annarri viðureigninni við gríska liðið Diomidis Argous í Nea Kios í Grikklandi. Diomidis Argous vann, 36:33, og samanlagt, 59:51, í tveimur leikjum liðanna sem báðar voru háðar í Nea Kios.
Dagur skoraði 11 mörk í 15 skotum í leiknum í dag og var lang markahæstur leikmanna ØIF Arendal sem lokið hafa keppni.
Allt annar hraði var í leiknum dag en þeim sem fram fór í gær. Meiri hraði nægði norska liðinu ekki en það skoraði aðeins 19 mörk í fyrri viðureigninni.
Diomidis Argous hafði tveggja marka forskot í hálfleik, 16:14.
Verða að bíta í skjaldarrendur á morgun