Stórleikur Kristjáns Arnar Kristjánssonar, Donna, nægði Skanderborg AGF ekki til sigurs í heimsókn til TMS Ringsted í 25. og næst síðustu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Ringsted, sem á ekki lengur möguleika á sæti í átta liða úrslitum, gaf ekkert eftir og vann með eins marks mun, 31:30.
Donni, sem valinn var leikmaður marsmánaðar í dönsku úrvalsdeildinni, skoraði níu mörk á Sjálandi í kvöld í 12 skotum. Einnig átti Donni þrjár stoðsendingar. Honum var einu sinni vikið af leikvelli í tvær mínútur.
Skanderborg AGF er ennþá í þriða sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 31 stig eftir 25 leiki. Mors-Thy og Fredericia HK eru stigi á eftir og eiga leik til góða.
Þess má geta til upprifjunar að Ísak Gústafsson leikmaður Vals verður leikmaður TMS Ringsted frá og með næsta keppnistímabili.
Staðan í dönsku úrvalsdeildinni: