Stórleikur Sigvalda Björns Guðjónssonar með norska meistaraliðinu Kolstad gegn Zagreb í Meistaradeild Evrópu á síðasta miðvikudag skilaði honum sæti í liði 3. umferðar keppninnar. Sigvaldi Björn skoraði 11 mörk í 13 skotum í fjögurra marka sigri Kolstad, 29:25, sem um leið var fyrsti sigur liðsins í keppninni á leiktíðinni.
Sömu sögu er að segja um Gísla Þorgeir Kristjánsson. Hann lék á als oddi þegar Magdeburg gerði jafntefli við Aalborg Håndbold, 33:33, í Álaborg. Hafnfirðingurinn kviki skoraði sjö mörk og átti fimm stoðsendingar.
Hér fyrir neðan er samantekt með þeim leikmönnum sem eru í liði 3. umferðar Meistaradeildar Evrópu.
The round is over , and ❗ 𝘁𝗵𝗲 𝗯𝗲𝘀𝘁 𝗼𝗳 𝗥𝗼𝘂𝗻𝗱 3 are here: 7 players plus the best defender who have been outstanding this week! 🔥💥
— EHF Champions League (@ehfcl) September 27, 2024
A handball legend has been in charge of choosing the Team of the Week, 𝗗𝗼𝗺𝗶𝗻𝗶𝗸 𝗞𝗹𝗲𝗶𝗻✨#ehfcl #handball #CLM pic.twitter.com/I1L1VSyRNy