Segja má að stórmeistarajafntefli hafi orðið í viðureign tveggja efstu liða Grill 66-deildar karla, Gróttu og Víkings, í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi í kvöld, 30:30. Halldór Ingi Óskarsson skoraði jöfnunarmark Víkings þegar rúm mínúta var til leiksloka en það var eina mark Víkinga á síðustu 10 mínútunum.
Víkingur og Grótta eru jöfn að stigum í efsta sæti deildarinnar, með 26 stig eftir 16 leiki. Fyrrnefnda liðið heldur efsta sætinu vegna sigurs í fyrri viðureigninni í haust, 34:29.
Víkingar voru lengst af yfir í leiknum, m.a. 17:15, í hálfleik. Liðið hélt yfirhöndinni lengst af síðari hálfleiks en mestur var munurinn fjögur mörk. Gróttumenn eru þekktir fyrir endasprett sinn. Tíu mínútum fyrir leikslok voru Víkingar þremur mörkum yfir, 29:26. Þá tóku Gróttumenn við sér. Þeir lokuðu vörninni og skoruðu síðan fjögur mörk í röð og komust yfir, 30:29. Halldór Ingi jafnaði metin. Þrátt fyrir talsverðan darraðardans síðustu mínútuna tókst hvorugu liðinu að tryggja sér bæði stigin.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.
Grótta – Víkingur 30:30 (15:17).
Mörk Gróttu: Þorgeir Bjarki Davíðsson 6, Bessi Teitsson 5, Tómas Bragi Lorriaux Starrason 5/1, Antoine Óskar Pantano 4, Gunnar Hrafn Pálsson 3, Sæþór Atlason 2, Ari Pétur Eiríksson 2, Gísli Örn Alfreðsson 2, Hannes Grimm 1.
Varin skot: Hannes Pétur Hauksson 5, 17,2% – Andri Snær Sigmarsson 2, 25%.
Mörk Víkings: Ásgeir Snær Vignisson 7, Ísak Óli Eggertsson 7/2, Sigurður Páll Matthíasson 5, Jóhann Reynir Gunnlaugsson 3, Kristján Helgi Tómasson 2, Halldór Ingi Óskarsson 2, Stefán Scheving Th. Guðmundsson 1, Nökkvi Gunnarsson 1, Rytis Kazakevicius 1, Arnar Már Ásmundsson 1.
Varin skot: Rökkvi Pacheco Steinunnarson 10/1, 26,3%.
Fram 2 – HK 2 26:29 (11:16).
Mörk Fram 2: Alex Unnar Hallgrímsson 8, Arnþór Sævarsson 6, Gabríel Jónsson Kvaran 3, Eiður Rafn Valsson 2, Sigurður Bjarki Jónsson 2, Steinar Már Einarsson Clausen 2, Kristófer Tómas Gíslason 1, Daníel Stefán Reynisson 1, Dagur Árni Sigurjónsson 1.
Varin skot: Garpur Druzin Gylfason 12.
Mörk HK 2: Örn Alexandersson 11, Ingibert Snær Erlingsson 7, Kristófer Stefánsson 4, Styrmir Hugi Sigurðarson 3, Mikael Máni Weisshappel Jónsson 2, Atli Hrafn Gunnarsson 1, Elías Björgvin Sigurðsson 1.
Varin skot: Patrekur Jónas Tómasson
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.





