- Auglýsing -
- Auglýsing -

Stórsigrar hjá Íslendingum á HM félagsliða í Kaíró

Bjarki Már Elísson að skora eitt átta marka sinn gegn Taubate frá Brasilíu á HM félagsliða í Kaíró í dag. Ljósmynd/IHF
- Auglýsing -

SC Magdeburg og Veszprém fóru vel af stað á heimsmeistaramóti félagsliða í handknattleik karla í Kaíró í Egyptalandi í dag. Þangað var stefnt níu félagsliðum víða að úr heiminum en þeim er skipt niður í þrjá riðla. Þrjú þeirra eru evrópsk þar á meðal Evrópumeistarar Barcelona.

Bjarki Már Elísson skoraði átta mörk í níu skotum og var markahæstur hjá Veszprém í stórsigri á Taubate frá Brasilíu, 43:17, í A-riðli. Staðan í hálfleik var 22:6. Bjarki Már lék með í 35 mínútur og skoraði ekkert markanna úr vítaköstum.

Gísli Þorgeir Kristjánsson leikmaður Magdeburg veltir fyrir sér næsta leik í stöðunni gegn leikmönnum California Eagles í dag. Ljósmynd/IHF

Magdeburg, sem unnið hefur heimsmeistaramót félagsliða tvö síðustu ár, hafði einnig mikla yfirburði í viðureign sinni við California Eagles, 57:21. Staðan í hálfleik var 28:14.

Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon skoruðu þrjú mörk hvor. Einnig áttu þeir þrjár stoðsendingar hvor. Lukas Mertens skoraði 16 mörk fyrir Magdeburg og Antonio Serradilla var næstur með 13 mörk. Isak Persson skoraði 10 mörk.

Barcelona vann Sydney Uni Handball Club, 53:23, í síðasta leik dagsins í keppninni. Staðan í hálfleik var, 27:12. Manuel Ortega Ezcurdia var markahæstur hjá Barcelona með 9 mörk.

Frídagur verður á mánudaginn áður en síðustu leikirnir verða á þriðju- og miðvikudag.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -