- Auglýsing -
-Auglýsing-

Stórsigur Aftureldingar á Haukum – Valur átti ekki í erfiðleikum og KA vann

- Auglýsing -

Afturelding fagnaði komu Gunnars Magnússonar fyrrverandi þjálfara liðsins að Varmá með því að kjöldraga hans núverandi lærisveina í Haukum í Myntkaup-höllinni í kvöld, 31:22, í viðureign liðanna í 12. umferð Olísdeildar karla. Haukar áttu undir högg að sækja frá upphafi til enda. Þeir voru sex mörkum undir í hálfleik, 15:9, og báru aldrei sitt barr í síðari hálfleik.


Mosfellingar hafa 17 stig í þriðja sæti deildarinnar, stigi á eftir Haukum og Val. Valur vann öruggan sigur á Stjörnunni í kvöld og kippti Stjörnumönnum niður á jörðina eftir góðan sigur þeirra á lánlausu leikmönnum Fram í síðustu viku. Sjö marka öruggur Valssigur, 31:24.

Björgvin fór á kostum

Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmarkvörður fór á kostum með Val gegn Stjörnunni. Hann varði 17 skot og skoraði auk þess fjögur mörk og blés á alla sérfræðinga sem ekki virðist skortur á. Arnór Snær Óskarsson lék einnig afar vel. Hann skoraði fimm mörk og skapaði níu marktækifæri.

Nyrðra vann KA sannfærandi sigur á liði Selfoss, 33:28, eftir að hafa verið sex mörkum yfir þegar fyrri hálfleikur var að baki, 21:15.
KA kemur í humátt á eftir Aftureldingu með 16 stig í fjórða sæti.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

Úrslit kvöldsins og markaskor.

Afturelding – Haukar 31:22 (15:9).

Mörk Aftureldingar: Oscar Sven Leithoff Lykke 9, Ihor Kopyshynskyi 8, Ævar Smári Gunnarsson 4, Árni Bragi Eyjólfsson 3, Ágúst Ingi Óskarsson 2, Harri Halldórsson 2, Andri Freyr Friðriksson 1, Sveinur Olafsson 1, Þorvaldur Tryggvason 1.
Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 16, Sigurjón Bragi Atlason 1.

Mörk Hauka: Freyr Aronsson 5, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 3, Þráinn Orri Jónsson 3, Adam Haukur Baumruk 2, Hergeir Grímsson 2, Ólafur Ægir Ólafsson 2, Sigurður Snær Sigurjónsson 2, Andri Fannar Elísson 1, Jón Ómar Gíslason 1, Skarphéðinn Ívar Einarsson 1.
Varin skot: Magnús Gunnar Karlsson 6, Aron Rafn Eðvarðsson 4.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

KA – Selfoss 33:28 (21:15).

Mörk KA: Bjarni Ófeigur Valdimarsson 7/1, Giorgi Arvelodi Dikhaminjia 7, Morten Linder 6, Jens Bragi Bergþórsson 4, Einar Birgir Stefánsson 4, Arnór Ísak Haddsson 2, Magnús Dagur Jónatansson 1, Aron Daði Stefánsson 1, Logi Gautason 1.
Varin skot: Bruno Bernat 13, 31,7%.

Mörk Selfoss: Anton Breki Hjaltason 9, Jason Dagur Þórisson 6, Valdimar Örn Ingvarsson 3, Tryggvi Sigurberg Traustason 3/1, Sölvi Svavarsson 2, Jónas Karl Gunnlaugsson 1, Haukur Páll Hallgrímsson 1, Hákon Garri Gestsson 1, Elvar Elí Hallgrímsson 1, Árni Ísleifsson 1.
Varin skot: Árni Ísleifsson 20/2, 38,5%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Valur – Stjarnan 31:24 (16:12).

Mörk Vals: Þorgils Jón Svölu Baldursson 7, Allan Norðberg 5, Arnór Snær Óskarsson 5, Björgvin Páll Gústavsson 4, Daníel Örn Guðmundsson 4, Dagur Árni Heimisson 4, Dagur Leó Fannarsson 1, Gunnar Róbertsson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 17/2, 42,5% – Jens Sigurðarson 0.

Mörk Stjörnunnar: Pétur Árni Hauksson 5, Benedikt Marinó Herdísarson 4/3, Ísak Logi Einarsson 3, Hans Jörgen Ólafsson 3, Jóel Bernburg 2, Loftur Ásmundsson 2, Ólafur Brim Stefánsson 2, Daníel Karl Gunnarsson 1, Gauti Gunnarsson 1, Starri Friðriksson 1.
Varin skot: Adam Thorstensen 13, 33,3%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -